Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Side 21

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Side 21
23 sem jarðepli hafa sprottið. Skýringar. í garði skólastjóra Sigurðar Sigurðssonar, Akureyri. Leirjarðvegur, nýbrotinn. Plægt haustið 1903. Herfað og plægt aftur vorið 1904. Sáð og borið á 6/ð. Tekið upp 19/s. Chilesaltpjetur og Superfosfat hefir aukið uppskeruna um 5400 pd. og er þar 140,60 kr. ágóði. Hagur er að því, að bera áburðar- efnin á, annað tveggja blönduð eða einsömul; þó er skaði að bera á Chilesaltpjetur einan. Superfosfat verkar mest. í garði Sigfúsar bónda Björnssonar, Reykjum, við hverina í Reykjahverfi. _ Jarðvegurinn mold, leir og sandiblandinn. Gamall jarðeplagarður. Aburðurinn borinn á og sett niður í byrjun júnímánaðar. Öll á- burðarefnin saman verka mest, eða hafa aukið uppskeruna um 5108 pd. á dagsláttunni og nemur hagnaðurinn þar 124,18 kr. á dagsláttunni. Kúamykja hefir einnig haft miklar verkanir, eða aukið uppskeruna um 4662 pd. á dagsláttunni. I garði Hallgríms Kristinssonar, Reykhúsum. Jarðvegurinn mold, leir og sandiblandinn. Gamall jarðep'agarður. Það er hagur að því, að bera öll áburðarefnin á. Méstar verkanir hefir þó Kalí, aukið uppskeruna um 8000 pd. á dagsláttunni. Ann- ars er eigi samræmi í árangrinum. Orsakirnar geta ef til vill verið, mismunandi frjór jarðvegur á tilraunasvæðinu eða ólíkur jarðhiti.

x

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands
https://timarit.is/publication/213

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.