Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Page 25

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Page 25
27 á harðvelli (grundum). Skýringar. í nátthaga hjá sjera Eyjólfi Kolbeins Eyjólfssyni, Staðarbakka. Jarðvegurinn mjög sendinn. Þar sem öll áburðarefnin eru borin á saman er heyaukningin 1250 pd. og vantar þar 11,25 kr. til þess, að það borgi verð áburðarins. Heyaukningin hefur eigi borgað verð áburðarins á neinum tilraunablettinum. Næsta sumar er hægt að vænta nokkurra verkana af áburðarefnunum. Tilraunin sýnir, að jarðvegurinn er fátækur af hinum þýðingarmestu næringarefnum, Kali, Fosforsýru og Köfnunarefni. Á grund hjá Páli Jónssyni bónda á Stóruvöllum í Bárðardal. Jarðvegurinn mold, leir og sandi blandinn. Aðalgróður snarrótar- puntur. Þar sem Chilesaltpjetur og Superfosfat er borið á er hey- aukningin 1800 pd. á dagsl. og er það 13.00 kr. hagur á dagslátt- unni. Sami ágóði er að því að nota Chilesaltpjetur einan. Tilraunin bendir á að Köfnunarefni og Fosfórsýru vanti í jarðveginn. Kalí virðist eigi að hafa neinar verkanir, eða jafnvel að minnka gras- vöxtinn, þegar það er borið á með hinum áburðartegundum. Á grund hjá Páli Jónssyni bónda á Stóruvöllum í Bárðardal. Jarðvegurinn leir og sandi blandinn. Aðalgróðurinn snarrótarpuntur og Hngresi. Arangurinn er í fullu samræmi við næstu tilraun á undan. Þar sem Chilesaltpjetur og Superfosfat hefir verið borið á er hey- aukningin 2000 pd. á dagsláttu og er það 17.00 kr. ágóði.

x

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands
https://timarit.is/publication/213

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.