Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Side 42

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Side 42
46 Blómkál. (»Tidligste Erfurter Dverg«.) Því var sáð í vermireit í apríl en gróðursett um miðjan júní. Það var fullþroska í byrjun septembermánaðar. Hvítkál (»liden Erfurter, ægte«.) Því var sáð og gróður- sett á sama tíma og Blómkálið. Það hafði myndað full- þroska höfuð um miðjan septembermánuð. Persilla. Náði góðum þroska. Rauðbitur. Þeim var sáð 21/5. Þær náðu allgóðum þroska. Salat. Ox mjög vel. Scorzoner. Náðu litlum þroska. Spínat. Ox mjög mikið. b. Blóm. Það voru gjörðar nokkurar tilraunir með blómarækt. Sáð fræi af einærum blómjurtum, og annaðtveggja sáð fræi eða útvegaðar plöntur af fjölærum blómum. Nánari skýrsla um þessar tilraunir síðar. 8. Trje og runnar. í þetta sinn voru bæði gjörðar tilraunir með plöntur, sem voru gróðursettar í tilraunastöðinni, og sáð fræi. Framvegis verður aðaláherslan lögð á að sá fræi og ala upp plöntur. a. Gróðursetning. Frá trjáræktarstöðinni á Akureyri voru fengnar um 3000 plöntur, sem aldar hafa verið þar upp af fræi. Meginhlutinn af þessum plöntum, var gróðursettur í tilraunastöð Ræktun- fjelagsins, en nokkuð var sent út um land til gróðursetn- iugar. Þessar tegundir voru gróðursettar: Greni (Picea excelsa og P. excelsa obovata). Fura (Pinus silvestris). Fjallafura (Pinus montana). Reynir (Sorbus aucuparia). Baunatrje (Caragana arborescens). Lævirkjatrje (Larix europæa). Rósir (Rosa rubrifolia). Frá Sörlastöðum í Fnjóskadal voru útvegaðir græðlmgar af gulvíði og gróðursettir í tilraunastöðlnni.

x

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands
https://timarit.is/publication/213

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.