Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Page 51

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Page 51
Cilraunastöð varnar. 1. Aðalti/raunastöð Rœktunarfjelags Norðurlanas liggur, sem kunnugt er, í nánd við Akureyri. Land það er tilraunastöðin á er 25 dagsláttur. Það hefur allt verið girt á þessu ári, og af því er tekið til ræktunar um 8 dagsláttur, en þar að auki er báið að brjóta 6 dagsláttur, sem verða teknar til ræktunar næsta ár. í tilraunastöðinni hefur verið byggt sjerstakt hús fyrir jarðepli, 8 áltia langt og 5 álna breitt. Tekjur af tilrauna- stöðinni voru síðast liðið sumar 463.00 kr., en auk þess voru 30 tunnur af jarðeplum geymdar til útsæðis, og nokkuð af rófum, sem ætlaðar voru til fræræktunar næsta ár. Vatnsleiðslupípur hafa verið lagðar um nokkurn hluta til- raunastöðvarinnar. Vatnið er leitt í pípurnar efst í tilrauna- stöðinni. A þeim eru kranar til og frá og eru garðslöngur skrúfaðar á þá. Með þeim er hægt að vökva um 6 dagslátt- ur af tilraunastöðinni. Allur þessi útbúnaður hefur kostað um 500.00 kr. 2. Tilraunastöðin á Húsavík. Hún er hin fyrsta aukatilraunastöð, sem komið hefur verið á fót, og eiga Húsvíkingar miklar þakkir skilið fyrir að hafa orðið manna fyrstir til að koma máli þessu í framkvæmd. Tilraunasvæðið var valið haustið 1903. Það liggur nær því í miðju þorpinu og er 600 Q faðmar að stærð, en stækka má blettinn, svo að hnnn verði 800 Q faðmar. Auk þess eiga Húsvíkingar 4 dagsláttur af landi, í nánd við þorpið, sem þeir ætla sjerstaklega að nota til trjáræktar.

x

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands
https://timarit.is/publication/213

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.