Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Page 67

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Page 67
7i 10 — 15 hestar af gamalli kúumykju eða öðrum húsdýra- áburði. Vermireitir. Þar sem sumarið er stutt, eins og hjá oss, er nauðsynlegt að sá gulrófufræinu í vermireit, til þess að vera viss um að fá ætíð góða uppskeru, hvernig sem ár- ar og hvar sem er á landinu. Vermíreiti má búa til á ýmsan hátt. Hjer verða aðeins nefndar hinar einfaldari aðferðir við útbúnað peirra. Þurfi aðeins fáar plöntur rná vel iáta mold í kassa, sem er hæfilega stór. (Moldlagið parf að vera 8 ” þykkt). Síðan er fræinu sáð í kassann og hann hafður inni í húsi þá kalt er, en úti þegar hlýindi eru. hinir vanalegu vermireitir, eru búnir út á þann hátt, er nú skal greina. Valinn er góður staður einhverstaðar í skjóli, annað tveggja í garðinum eða heim við hús. Best er, að svæði það, er setja skal vermireitinn á, sje lárjett. Nú er safnað saman heyrudda og hálmi og blandað með hrossataði að einum þriðja. Best er að leggja heyruddann og hrossataðið í þunn lög svo að það blatidist vel sam- an. Þessi haugur er látinn hreifingarlaus í 3 — 4 daga og er þá vanalega farið að hitna í honum. Hitni seint i haugn- um, er gott að hella yfir hann heitu vatni. Nú er haugn- um mokað um, og settur upp nýr haugur og rjúka þá í burtu ýmsar lopttegundir, sem hafa myndast við hitann og geta verið skaðlegar hinum ungu jurtum, sem eiga að vaxa í vermireitnum. Haugur þessi þarf að vera hæfilega stór, svo að kassi sá, er setja á. yfir vermiseritinn, sje í rjettu hlutfalli við hann. Ummálið í botninn þarf að vera svo, að fets breið bryggja sje fyrir utan kassann á allar hliðar. Nú er hálminum eða heyruddanum hrúgað upp, en þess gætt að það sje vel blandað saman við hrossa- taðið. Hliðar haugsins mega hallast lítið eitt. Haugurinn á að vera 2 — 3 fet á þykkt, lárjettur eða hallast lítið eitt mót suðri. Þá er lagður kassi ofan á hauginn, sleginn sam- an úr 8” breiðum borðum, með stuðlum í hornunum, en botnlaus. Þá er sett 8 þuml. þykkt moldarlag í kassann. Ef gamall garður er til, er best að moldin sje tekin ein-

x

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands
https://timarit.is/publication/213

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.