Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Page 75

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Page 75
79 Sigurður Sigurðsson skólastjóri á Hólum, sá um girðingu trjáræktarstöðvarinnar, undirbáning jarðvegsins, fræsáningu og gróðursetningu fyrsta árið, en síðari hluta sumars sigldi hann til búnaðarháskóla í Danmörku og var þá umsjón á trjáræktarstöðinni fengin undirskrifuðum í hendur, sem hefur haft hana síðan. A fyrirtæki þessu var byrjað fyrir tilhlutun amtmanns Páls heitins Briems, sem í samráði við Sigurð Sigurðs- son skólastjóra kom verkinu í framkvæmd og stendur trjá- ræktarstöðin því undir umsjón amtsráðsins í Norðuramtinu, en notið hefur hún styrks frá Búnaðarfjelagi Islands. 1901 var haldið sömu tilraunum áfram, voru gróðurseltar útlendar trjátegundir og innlent birki, í staðinn fyrir það, sem dáið hafði út haustið áður, jafnframt var sáð trjáfræi eptir því sem plássið Ieifði, matjurtatilraunum var einnig haldið áfram eins og sumrinu áður, spruttu káltegundir vel, en jarðepli minna, þvf almenn misfella var á jarðeplasprettu það sumar, allar trjátegundir döfnuðu vel þetta sumar og í fræbeðum frá fyrra ári, sem ekki höfðu orðið fyrir óhöppum haustið áður, kom vel upp, einkum reynir og birki og allar greni- og furutegundir. Um vorið var fullgjörð vatnsveita heim í trjáræktarstöðina. Þetta haust áður en frost komu, voru öll fræbeð og smáplöntur þaktar með lyngi og rennustokkar af trje settir til þess að verja hana fyrir leysingarvatnsrennsli yfir veturinn. 1902. Þetta vor var trjáræktarstöðin í góðu lagi eptir veturinn, hafði varist fyrir vatnsrennsli og frosti. Nú var fyrst byrjað á að gróðursetja ungar plöntur úr trjáræktarstöðinni sjálfri, sem vaxið höfðu upp af fræi, sem sáð hafði verið árið áður. Var því ekki hægt fyrir plássleysi að halda áfram matjurtatil- raunum lengur. Byrjað var og að farga ofurlitlu burt af plöntum til gróðursetningar á öðrum stöðum. Vöxtur og framför þetta sumar góður. Undirbúningur til vetrar eins og undanfarin ár.

x

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands
https://timarit.is/publication/213

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.