Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Side 94

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Side 94
98 IV. Úr Suður-Þingeyjarsýslu. Búfræðingur Baldvin Friðlaugsson á Húsavík, bóndi Harald- ur Sigurjónsson á Einarsstöðum, bóndi Sigurjón Friðjónsson á Sandi, kaupmaður Þórður Gunnarsson í Höfða. 2. Fundarskrifarar voru kosnir Jósef J. Björnsson og Bald- vin Friðlaugsson. 3. Forseti fjelagsins lagði fram reikning fjelagsins síðastl. ár, athugasemdir endurskoðenda, svör reikningshaldara og tillögur til úrskurðar. Reikningurinn samþykktur í heild sinni. 4. Forseti skýrði frá störfum fjelagsins síðastliðið ár og frá hag þess og störfuin á ári því, sem nú er að líða. 5. Forseti skýrði frá að ræktunarfjelagið hefði fengið gjafir frá öðrum löndum, frá: a. Stórkaupmanni Maritz Fraenckel í Gautaborg í Svíþjóð 300 kr. b. Dr. P. Hellström Luleá Svíþjóð. c. Landtbruks Akademiens Experimentalfált Landtbruksaf- delingen og d. Bastian Larsen yfirkennari við landbúnaðarháskólann í Asi, ýmiskonar fræ og útsæði. Fundurinn fól forseta í einu hljóði að votta gefendum þakklæti fjelagsins. 6. Forseti lagði fram fjárhagsáætlun fyrir 1905 og var því næst ákveðið að kjósa í fjárhagsnefnd. Kosningu hlutu Olafur Briem, Páll Briem, Sigurjón Friðjónsson, Stefán kenn- ari Stefánsson, Aðalsteinn Halldórsson, Hinn síðastnefndi var kosinn eptir hlutkesti milli hans, Þórðar Gunnarssonar og Sigurðar Sigurðssonar skólastjóra. Fundi frestað til næsta dags kl. 4 '/2 e. h. 7. Kennari Jósef J. Björnsson á Vatnsleysu hjelt fyrirlest- ur um búnað í Skagafjarðarsýslu. 8. Stefán kennari Stefánsson flutti kvæði >Skagafjörður« eptir Matthías Jochumsson. Þá var fundarhlje um fjórðung stundar til kl. 6. 9. Sigurður Sigurðsson skóiastjóri hjelt fyrirlestur um til- búinn áburð og sýndi sýnishorn af ýmsum tilbúnum áburð-

x

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands
https://timarit.is/publication/213

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.