Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Side 98

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Side 98
102 Mörg er landsins matarhola. Morgundögg og sól og gola ærna verða önn að þola og að vaka dægur löng. »Heyri eg fagran fuglasöng.« Þeir sem alltaf víla og vola verða að tómu galli sjer og öðrum loks að flótta og falli. Sundrung mörg og svefn til baga, sína rófu á langinn draga. Heimska og leti vappa og vaga, varpann slá og bæinn sinn; hrópa svo í himininn. Kunna fátt til lífsins laga liggja af sjer færið hvert sinn, þegar hlaupið gæti á snærið. Okkar fjelag einsog stjarna augum Norðurlandsins barna á að lýsa, — ætti að varna ýmsu myrkri heim við bæ inn’ í dölum, út við sæ. Björg úr vegi kljúfa og kvarna kepni, von og hugur verði samrýnd viska manns og dugur. Saman taki hundrað hendur: herji á vorar grýttu lendur, afdal hvern og ystu strendur, yfirvinni stórt og smátt. Horft sje bæði hátt og látt. Sjá, hve málar rósarendur roði í morgunskýjum — fararbroddur fyrir tíma nýjum.

x

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands
https://timarit.is/publication/213

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.