Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1898, Side 1

Eimreiðin - 01.01.1898, Side 1
Góðar taugar. i. »Night is the time for crime and darkest deeds and it is then ihat zuild thougkts enter our hraiii. Nótt, dirhm, köld og eyðileg, hvildi yfir einum af hinum mörgu fjörðum, er skerast inn í austurströnd Islands. Hin daufa, draugalega glæta, er hið níu nátta gamla tungl hafði varpað yfir fjörðinn og kauptúnið, var um það bil að hverfa, því tunglið var að ganga á bak við himinháan fjallshnúk, sem reis upp í suðvestri, rjett á bak við kauptúnið, hulinn snjó ofan í miðjar hlíðar og hjelugrár þar fyrir neðan; þvi nú var komið haust, og þetta var síðasta nóttin í septembermánuði, svo engin furða var þó kalt væri orðið. Hinum megin fjarðarins, andspænis kauptúninu grillti óljóst í nokkur hvítgrá hús, sem stóðu á ströndinni, og á bak við þau aptur í fjöll, — ekkert nema hrjóstrug, há og eyðileg fjöll, sem náðu óslitin svo langt se'm augað eygði norður og suður með firðinum. Ekki svo að skilja, að myrkrið væri svartara eða kuldinn meiri eða útsýnið eyðilegra á þessum eina firði, heldur en á öðr- um fjörðum þar nálægt; því fór fjarri. Myrkrið var alls staðar jafnsvart, og alls staðar bljes sami kuldanæðingurinn — kaldari enn nokkru sinni áður um sumarið, rjett eins og hann væri að minna mann á, að blessað bjarta, næturlausa íslenzka sumarið væri nú liðið; en eyðilegur langur og dimmur heimskautsvetur væri í nánd. Nótt! Hvað skiljum vjer við það orð? Það að sólin er horfin, dagurinn liðinn, og myrkur komið yfir láð og lög. Það, að vinnu- tími vor er á enda, og vjer eigum að hvílast og sofa og safna nýj- i

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.