Eimreiðin - 01.01.1898, Side 20
20
fátækralöggjöf fyr á öldum, þegar ástand landsins var annað, en það er
nú, og þá einkum á þeirn timum, er hagur landsins stóð með mestum
blóma. Petta hafa þeir og gert í síðasta árgangi »Andvara« (1897)
landritari Jón Magnússon og síra porkell Bjarnason. Landritarinn skýrir
í sinni ritgerð frá fátækralöggjöf Dana, Norðmanna, Svía og Englendinga,
en ritgerð sira Porkels er sögulegt yfirlit yfir fátækramálefni hjer á landi
frá þvi að Jónsbók var i lög leidd (1280). Oss þykir nú eigi ólíklegt,
að mörgum kunni að þykja fróðlegt að sjá, hvernig fátækralöggjöf vorri
var háttað á sjálfum þjóðveldistímanum, þeim tíma, er vjer jafnan lítum
til sem gullaldar vorrar, og viljum vjer þvi hjer skýra frá þvi, sem eins
konar viðbæti við ritgerð sira þorkels. Þótt margt af þvi, sem þá vóru
lög, geti ekki átt við nú á tímum, má þó ýmislegt af því læra og eigi
örvænt, að sumt gæti verið eptirbreytnisvert og vakið menn til nýrrar
og ýtarlegri íhugunar á þessu einu hinu mesta vandamáli nútimans.
Með tilliti til sveitastjórnar var öllu landinn skipt í hreppa (lög-
hreppa), og vóru þeir í sveitamálum algerlega óháðir landsstjórninni.
Hrepparnir höfðu ákveðin staðarleg takmörk, en stærð þeirra gat verið
mjög mismunandi. Enginn hreppur mátti minni vera en svo, að í
honum byggju 20 bændur, þeirra er höfðu full þegnrjettindi. En full
þegnrjettindi höfðu þeir einir, er svo vóru efnum búnir, að þeir áttu
þingfararkaupi að gegna. Aðrir búendur vóru ekki ->taldir til breppa-
tals«. Ef svo bar til, að færri slíkir búendur urðu í einhverjum hrepp
en 20, þá fjell hann þegar úr sögunni sem sjálfstæður hreppur og hvarf
undir þann nábúahrepp, er næstur var, nema lögrjettan (löggjafarvaldið)
veitti leyfi til, að hann mætti vera sjálfstæður, þótt hann uppfyllti eigi
þetta skilyrði fyrir því. Væri aptur einhver hreppur mjög stór, mátti
skipta honum i þriðjunga og fjórðunga, til þess að gera mönnum hægra
fyrir með að annast sveitarstjórnina.
Verksvið hreppanna var aðallega að annast fátækraframfærsluna,
einkum að því leyti, sem hún hvíldi á sveitarfjelögunum, og að sjá um
framkvæmd á hinum lögboðnu reglum fyrir vátrygging á nautpeningi
manna og húsum.
FRAMFÆRSLAN. Framfærsluskyldan hvildi sumpart á ætt þurfa-
lingsins og sumpart á þjóðtjelaginu, annaðhvort hreppnum, þingsókninni,
fjórðungnum eða öllu landinu. Allir þurfalingar skiptust í tvo aðal-
flokka: ómaga og þurfamenn.
I. Omagar nefndust allir 'þeir, ungir og gamlir, er ekkert áttu
fyrir sig að leggja, og annaðhvort sökum bernsku, elli eða lasleika gátu