Eimreiðin - 01.01.1898, Side 45
45
áskynja en börnin, hvort treysta má orðum þeirra, sem þau eru
upp á komin. Frá því hún var fjögra ára hefur hún vitað, hvernig
í öllu lá. Sje nokkur í efa, þá þarf ekki annað en að minnast
móðurinnar! Hvernig það gat atvikazt, að hinn ráðsvinni, kvenn-
fóstraði prófessor í »Hedda Gabler«, gekk að eiga Heddu, — ja,
það er víst jafnóskiljanlegt sem hitt, að þessi kona, alhlaðin sprengi-
tundri gat orðið þrítug, eða þar um bil, án þess að minnsta tund-
urgos ætti sjer stað, og menn yrðu þannig varaðir við osfrv. osfrv.
Hjer við bætist hans hála, stundum ranga notkun af vísindalegum
rannsóknum á dáleiðslu, innblæstri hugsana og ættgengi. Ættgengi
álítur hann mega sín meira en uppeldið, sem hann tekur ekki
einu sinni neitt tillit til.
Það hefur komið við hjörtu vor allra, að sjá hinn aldna snill-
ing eptir svo langan vinnudag og svo langa dvöl fjarri fósturjörð-
unni hefja norska fánann í síðasta atriði siðasta leikrits síns. Gagn-
stætt venju Ibsens kemur þetta atriði óundirbúið, og er það öruggt
merki þess, að honum hefur allt i einu dottið það í hug. Hann
hefur hjer, sjálfsagt með hrærðum huga, tekið á sig gervi aðal-
persónu leiks síns. Þetta er útlistað þannig, að hann sje nú kom-
inn í sætt við þjóðfjelagið; en það er meira. Þegar vjer verðum
gamlir, missum vjer litina; höfuð vort verður æ hvítara og hvítara,
og virðist eins og hverfa út í bláinn, þar sem það að lokum á að
hjaðna upp. Eins er tilfinningum vorum varið. Andstæði litanna
í þeim hverfur æ meir og meir út í óendanlegan geiminn; það er
einingin, sem þeir eru að keppa að. Ibsen hefur smámsaman lærzt
að láta ekki djúpa tilfinningu koma í ljós, fyrri en hann gat látið
hana endurspeglast í litlu atviki. Þannig hefur hann og farið
að hjer. —•
I flotanum, sem er á uppsiglingu, sjáum vjer, rjett við hliðina
á dökku skútunni hans, albjarta skútu; er hún borðabreið ofan-
sjávar og skínandi. Því þar kemur Jonas Lie.
Frá því að hann fyrir fullum tuttugu og fimm árum sendi
oss fyrstu bók sína, »Hinn framsýni«, höfum vjer fengið eina bók
á hverju ári. Þær hafa liðið inn í bókmenntir vorar hægt og reglu-
lega, nærri eins og eimskip, er ferðast eptir ákveðinni áætlun, opt
að aflokinni langri og strangri ferð, leggur að ákveðnum stað á
ákveðinni stund, þar sem því er heilsað af þjóðarfánanum, toll-
stjórn, vinum og þeim, sem eptirvæníingin hefur dregið þangað.
Það er meir en tilviljun ein, að kvennfólkið hefur altjent verið