Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1898, Side 62

Eimreiðin - 01.01.1898, Side 62
6 2 frekur mjög og þó ósíngjarn, elskar þá, sem ekki elska hann, og bítur þá, sem elska hann. Hann er óttalegur erkiskrumari, sem svo eptir á af andstyggð á sjálfum sjer lýgur upp á sig lýtum og kömmum. Hann endar líf sitt sem ráðgáta, sjálfum sjer og öðr- um, fær sóttarflog og steypir sjer í hafið, sem kælir hann fyrir fullt og allt. Þetta er vafið í moldviðrisbulli um allt, sem er og heitir, frá hverjum kyma jarðarinnar og frá sólkerfunum í tilbót. Lesarinn á á hættu að verða jafnörvita og hann. Stíllinn úir og grúir af öðrum firnunum frá. Hann hrönglar upp tilgátum í feikna stórum lögum, hverju ofan á annað, svo glæfralega að furðu gegnir, hærra og hærra, svo vjer færum oss lengra og lengra undan, til þess að fá það ekki allt sarnan beint ofan í höfuðið; — stendur heima, svo stjakar hann við því með hnittyrði eða fúk- yrði, og þá hrynur allt niður með hvínandi braki og brestum. Og samt sem áður er »Leyndardómur« ein af miklu bókunum bókmenntunum! Hún er eins og blindbylur, þar sem ofurmagn kraptarins bregður á leik. Og hve örugg er uppreist hennar gegn vanadíki smábæjarins! — — Hjer vil jeg láta staðar numið. Jeg vil enda á þessari óhemjulegu mynd hins ófullgjörva. A þann hátt virðist mjer fram- tiðin auðugust. í öllum norska bókmenntaflotanum ekki ein einasta skemmti- skúta; jafnvel þessi ærslaseggur hefur sitt ákveðna erindi. Það er altjent eitthvað, sem hann vill losa oss við, eða sem hann vill að við skulum öðlast. Einnig hann finnur, að hann er ráðinn í þjón- ustu ættjarðarinnar, sem verður með hverjum degi erfiðari. Norsku bókmenntirnar birta það í verkum sínum, að þær vilja taka á sig sinn hluta, stærsta hluta hinnar sameiginlegu ábyrgðar; að sú, bók sem enga braut ryður, eða byggir þannig upp, að hún auki mdtt vorn og megin, gjöri oss einbeittari að komast niður í þeirri erfiðu íþrótt, hvernig vjer eigum að lifa, og þannig gjöri oss lífið Ijettara, er Ijeleg bók, af hve mikilli list sem hún annars kann að vera rituð að bún- ingnum til.1 Það er aðeins og eingöngu til þess að fá að lokum tækifæri til að segja heiminum þessi orð, að jeg hef tekið að mjer að rita framanskráða bókmenntalýsingu, — einu bókmenntalýsing- una, sem jeg hef nokkurntíma skrifað og mun skrifa. Að norsku bókmenntirnar yfir höfuð að tala — að undan- fi Leturbreytingin er gjörð af mjer. ÞÝÐ.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.