Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1898, Síða 65

Eimreiðin - 01.01.1898, Síða 65
é> skal og lika þegar getið, að mörg eru kvæðin gulltalleg i þessu síðara bindi, sem er enn stærra en hið fyrra, alls 448 bls. Yfirleitt eru öll kvæðin lipurt ort, mörg frá formsins hlið hreinasta snilld; málið er einstaklega látlaust og fallegt, hugsunin jafnan ljós og skiljanleg, og tel jeg slíkt afarmikinn kost við alla ljóðagerð og allar bækur, en ekki hvað sízt við þessa, sem ætluð er jafnt fáfróðum mönnum sem menntuðum. Hjer þarf ekki að eyða löngum tíma, til þess að reyna að komast að meiningunni, þvi að hjer er ekkert moldviðri, enga þoku við að eiga. Einmitt fyrir það, hve Bifliuljóðin eru ljós, skýr og lipur, rnunu þau ávinna sjer hylli almennings og verða til þess að útbreiða fagurt nútiðarmál meðal þjóðarinnar; lesi börn opt í Biflíuljóðum síra V. og læri þau utan að, mun það á sannast, að mál þeirra verður fegurra eptir en áður. Rimsnilld sira V. kemur einkar vel fram í því, hvernig hann getur fellt í ljóð heilar ræður Jesú eða orð annara, er hjer tala, án þess að vart verði við, að nokkru sje breytt. flessu munu menn veita enn betur eptirtekt, er um nýja testamentið ræðir, þvi að menn eru þvi almennt miklu kunnugri en hinu gamla. Pessa mætti nefna rnörg dæmi; en jeg skal að eins taka þetta eina úr kvæðinu »Lazarus«., sem er eitt af þeim allra fegurstu i þessu mikla kvæðasafni. flað eru orð Jesú, er hann mælir til Mörtu, systur hins látna manns: Þá mælti Jesús: »Marta, huggast þú, því mína hjálp þið stöðugt eigið vísa; og bróðir þinn, er sárt þú syrgir nú, mun síðar upp í dýrð og vegsemd rísa. Og sá, er byggir sína von á mjer, í sjálfum dauða farizt getur eigi; því lífið sjálft og upprisan jeg er; sá, á mig trúir, lifir þótt hann deyi.« Jeg gæti þessu til stuðnings nefnt kvæðið »Kveðja Páls til Efesus- manna«; en EIMR. hefir ekki svo mikið rúm, að hún leyfi mjer að til- greina mikið úr Biflíuljóðunum, og þá heldur ekki úr þessu gullfallega kvæði. — Pó finnst mjer höf. sumstaðar auka helzt til mikið inn í til- færð orð nýja testamentisins, eins og t. a. m. í kvæðinu »Hin bersynd- uga«; samlikingar þær, er hann þar leggur Jesú í munn, finnst mjer óviðkunnanlegar og gera orð frelsarans fremur óeðlileg; enda fer bezt á því, að tilfæra þar að eins orð nýja testamentisins eptir Kristi. Jeg get ekki minnzt Biflíuljóðanna án þess að tiltaka nokkur af þeirn kvæðum, sem mjer finnst mest til um. Auk þeirra tveggja, er jeg þegar hefi nefnt, tel jeg fremst allra kvæðanna þetta; »Jesús ogTómas«; síðasta erindið í því kvæði er þannig: Nóttin er dáin, — dagurinn fæddur. Drottinn er upprisinn! Hallelúja! Dauðinn er látinn, lífsneistinn glæddur. Lof sje þjer, drottinn! Hósíanna! Drottinn minn, guð minn, drottinn, þú stendur dýrðlegur enn þá á meðal vor. Alstaðar sje jeg þitt hjarta og hendur, hvervetna ljóma þin fögur spor. 5

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.