Eimreiðin - 01.01.1898, Side 74
74
ingsíþróttinni eins og i sjálfu efninu, í hárfínum orðaleik og hinu innra
sambandi orða og setninga, sem vekur unað hjá innfæddum lesendum,
en hætt er við að dyljist flestum útlendingum meir eða minna.
En þótt örðugleikarnir hafi verið miklir, þá hefir bók Poestions
tekizt mæta vel. Eað er enginn fljótfærnisblær á henni, heldur ber allt
vott um hina mestu vandvirkni og samvizkusemi. Hann hefir kynnt
sjer allt, sem ritað hefir verið um nútíðarbókmenntir vorar, bæði á ís-
lenzku og útlendum málum, og hann hefir leitað svo vandlega, að manni
verður opt að verða forviða yfir því, hvað hann hefir getað snuðrað
uppi (t. d. smáathugasemdir i dagblöðum o. s. frv.). En hann hefir ekki
látið hjer við lenda. Pegar hann hefir þótzt þurfa að fá eitthvað frekar
að vita, en hann gat sjeð í bókum, þá hefir hann snúið sjer til ýmsra
íslenzkra fræðimanna og spurt þá spjörunum úr. Einmitt fyrir þá sök
eru i bók hans ýmsar upplýsingar, sem hvergi eru til annars staðar á
prenti.
En það er ekki nóg með það, að höf. hafi gert sjer allt far um
að ná í allt, sem eitthvað var á að græða fyrir bók hans. Hann hefir
líka sýnt lofsverða viðleitni á að vinza úr þvi og nota það eina, er
bezt væri og rjettast. Auðvitað hefir hann ekki sjálfur komizt yfir að
lesa öll þau rit og kvæði, sem hann getur um og leggur dóm á, og
þvi opt orðið að byggja á frásögn og dómum annara. En þá er vand-
inn að vita, hverjum fylgja skal, ef dómarnir eru misjafnir. En höf.
hefir að jafnaði tekizt vel að ráða fram úr þvi, og dómar hans eru þvi
yfirleitt svo rjettir, sem til verður ætlazt með nokkurri sanngirni. Auð-
vitað kemur það fyrir, að vjer getum ekki verið dómum hans fullkom-
lega samþykkir, en vjer verðum hins vegar að játa, að hann hefir þá
jafnan fylgt því, sem hann hafði ástæðu til að álita rjettast og áreiðan-
legast. Aptur eru þeir dómar, sem hann auðsjáanlega byggir á eigin
rannsókn, miklu óbrigðulli. Fyrir kemur og það, að höf. fyrst skýrir
frá dómi annara um eitthvert skáld, en kveður svo að lokum upp sinn
eigin dóm og hittir þá að voru áliti einmitt hið rjetta (t. d. um Stefán
Olafsson). Sumstaðar er þó eins og hann hiki sjer við að risa öndverður
gegn dómi annara, þó sjá megi, að hann sje á annari skoðun og henni
rjettari. Er slíkt næsta skiljanlegt og sýnir varfærni höfundarins og hve
annt honum er um, að gjalda varhuga við að halla rjettu máli. Fað
er engin furða, þó hann hafi ekki ætíð treyst sjer til að ganga i ber-
högg við dóma nafnkunnra Islendinga.
Hinar þýzku þýðingar á sýnishornunum eru eptir hina og þessa,
en þó langflestar eptir Poestion sjálfan. Pær hafa, að þvi er vjer fáum
sjeð, yfirleitt tekizt rnjög vel og gefa góða hugmynd um frumkvæðin.
Þar við bætist og, að höf. hefir að öllum jafnaði verið mjög heppinn í
vali sýnishornanna, enda hefir hann i þvi efni haft þann ráðanaut, sem
til þess er trúandi, að kunna úr að velja, nefnilega skáldið Steingrím
Thorsteinsson.
Bókin er að ytra frágangi prýðilega úr garði ger. Þó hafa ekki
allfáar misletranir og prentvillur slæðzt inn í hana, einkum i stafsetning
íslenzkra nafna og orða; en þær eru þó i rauninni miklu færri, en búast
hefði mátt við, þar sem höf. hefir ekki getað notið aðstoðar neins ís-
lendings við prófarkalesturinn. Úr flestum þessum villum er bætt i