Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1898, Síða 76

Eimreiðin - 01.01.1898, Síða 76
76 Islenzk hringsjá. BÆKUR SENDAR EIMREIDINNI1: EINAR HJÖRLEIFSSON: LJÓÐMÆLI. Rvík 1893. Það er ekki stórt ljóðasafn að tarna, einar 64 bls. í litlu broti. En það er gott, það sem það er. Þar er hvert kvæðið öðru fallegra, og ekkert, sem maður hefði kosið undan fellt. Þetta sýnir gagnrýni höfundarins og smekkvísi; þyí lítill vafi getur verðið á því, að hann hafi átt fleiri kvæði i fórum sínum. En hann hefur auðsjáanlega hugs- að sem svo: heldur lítið og gott, en mikið og misjafnt. Þetta er og gullvæg regla, og væri betur að sem flestir fylgdu henrii. — Það verður ekki sagt um þessi kvæði, að mikið lífsfjör komi ífam í þeim; að þau hressi og stæli og auki þor vort og þrek í baráttu lífsins. Ekki heldur að þau með sárbeittri hæðni refsi löstum aldarinnar og grípi beint á kýlinu. Þau eru miklu ffernur angurblíðar andvarpsstunur hálfþjakaðs anda, sem orðið hefur fyrir miklum vonbrigðum í lífinu og efast um hvað taki við, er það þrýtur (»en er nokkuð hinum megin?«). Þó ekki sem ömurlegt víl nje eyðileg örvænting; enganveginn; heldur sem ama- þytur ffá greinum bjarkarinnar í hrauninu, sem snjóþyngsiin og vetrarnepjan hafa getað beygt — en ekki brotið. Reyndar segir höf. á einum stað, að allar vonir sínar hafi dáið, og þegar svo var komið, hafi móðir þeirra, þráin, fölnað og hnigið niður. En þetta verður víst að skiljast svo, að hún hafi snöggvast fallið í ómegin, en raknað skjótt við aptur og fætt honum nýjar vonir; því von- laus er hann ekki, enda væri engum við það líft. Sterkum, nístandi sársauka lýsa kvæðin eiginlega ekki, heldur þreytustunum viðkvæms góðmennis, sem styn- ur undir einhvers konar fargi, sem hann af einhverjum ástæðum — líkamlegum eða andlegum — hefur ekki nægilegan krapt eða djörfung til að hrista af sjer og bjóða heiminum byrginn. Einna sárast virðist hann taka það, að kringum- stæðurnar skuli hafa gert honum ómögulegt, að rækta og vökva þau óútsprungnu »blóm«, sem hann eigi í sálu sinni, svo »þau týnist í andleysis úthaf, í einskis- vert þref og gjálfur«. Hann finnur, að hann á andlegan jurtagarð, sem hefði getað framleítt margt skrautblómið, ef hann hefði getað varið kröptum sínum til að rækta hann. En í þess stað hefur hann jafnaðarlegast orðið að standa með hrossabrest í höndunum til að verja tún og engjar fyrir ágangi — og til þess að framfleyta lífinu. Enn þó ekki verði sagt, að kvæði þessi hafi hvetjandi áhrif á afl vort og þrótt nje yfirleitt sjerlegt gildi fyrir fjelagslíf vort, þá hafa þau samt mikið gildi — fyrir fegurðartilfinninguna og svölun hennar. Þau eru litfríð skrautblóm, er af leggur nautnþýða angan. í þeim lýsir sjer snillileg búningsíþrótt, ekki svo mjög í ríminu, — það gæti stundum verið liprara en það er —, heldur i sjálfri framsetningunni. Það er sönn nautn í því að lesa kvæði eins og »Eptir bam«, »Hún fölnaði«, »Endurminningar« og — ja, vjer verðum að vísa mönnum í kvæðin sjálf, því þetta má segja um flest þeirra. Höf. er þó ekki neitt stórskáld, en ljóð hans eru yndislega snotur, og mannúðin skín alstaðar út úr þeim, og að því leyti hafa þau einnig töluvert gildi fyrir fjelagslífið. Hins vegar er hann ') Sumar af bókum þeim, er hjer er getið, eru nokkurra ára gamlar, en hafa ekki verið sendar EIMR. fyr en nú. Framvegis vildum vjer biðja útgefendur að senda oss bækur sínar jafnskjótt og þær koma út, svo þeirra verði getið áður en allt nýjabrumið er af þeim. Ritstj.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.