Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1898, Qupperneq 1

Eimreiðin - 01.09.1898, Qupperneq 1
Nútíðarbókmenntir Dana. Eptir Henrik Ussing. Hvaða verur eru það annars þessi svonefndu skáld —, jeg tala ekki um leirskáldin, — sem menn hefja til skýjanna með lofi og dýrð, suma í lifanda lífi, en flesta þó ekki fyr en þeir eru komnir undir græna torfu? f*að eru, ímynda jeg mjer, menn með samskonar tilfinningum, samskonar hugsunum og við hinir —, en ef til vill göfgara og öflugra eðlis. Yfirburðir þeirra eru bæði fólgnir í nákvæmari athygli og meiri skarpskyggni en almennt ger- ist, en einkum og sjer í lagi í þeim hæfileika, að kunna að lýsa í orðurn öllu því, er lifir og fæðist í sálu þeirra, að kunna að klæða það myndum og hljómi, er vekja hjá oss sömu hugmyndir og þeir sjálfir höfðu. Búningurinn er hlutverk skáldsins. Efnið verður að vera almennrar þýðingar, eigi það að fá nokkuð á oss. I sálarlífi mannsins eru tvö ríki, ef svo mætti að orði kveða; annað, þar sem skynsemin ræður lögurn og lofum, hitt, þar sem veldissproti hennar hefur eigi enn náð til og hún líklega aldrei megnar að brjóta undir yfirráð sín. Hinu fyrnefnda mætti líkja við aldingarð, ræktaðan vel og vandlega; þar eru gangstígir góðir, stráðir smágjörri möl, þar þróast nytsamar jurtir og trje; hverjum óræktaranga og villijurt er á burtu kippt og aldrei nær neitt illgresi að festa þar rætur; en þrátt fyrir það er allfagurt umhorfs í aldingarði skynseminnar, því að mörgu er þar snoturlega fyrir komið; hingað og þangað, þar sem vel þótti við eiga, getur að líta dálítil beð með forkunnar fögrum blómurn og smágjörvum runnum, og sumstaðar eru hallkvæmir bekkir, þar sem menn geta sett sig niður og notið þokkalegs útsýnis yfir þennan friðsamlega frjóvsemdarreit, er sólin einatt laugar skæru, þýðlegu skini. En fyrir utan aldingarðinn tekur við ríki tilfinninganna; það er stórvaxinn, tröllslegur skógur, með háurn beinvöxnum stofn- -um, breiðum krónum, er margflækjast hver inn í aðra, með ýms- um vafningsjurtum, er kyrkja margan iturvaxinn við, og alls konar gagnslausum og jafnvel eitruðum gróðri; en fagurt er þar um að litast; og margir eru þeir, sem aldrei þreytast á að reika um í skógarfylgsnum þessum, þótt hvorki sjeu þar götur nje göng og sólargeislarnir nái ekki að gægjast þar inn nema með höppum og glöppum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.