Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1898, Síða 4

Eimreiðin - 01.09.1898, Síða 4
i64 sjer með Aladdínslampa sínum, og ekki liður á löngu, áður vjer sjáum hann endurskapa með lífi og fjöri allt það, er hann eygir þar inni. Honum virtist samtíð sin snauð að hugmyndaflugi og iifandi tilfinning, og þess vegna hlaut hann að leita til fornra tíma og fjarlægra landa og klæða hugsanir sínar og tilfinningar þeirra búningi. Þannig kveður hann »gáfunni« lofsöngva í »Aladdín« í austurlenzku og ekki sjerlega borgaralegu sniði; þannig lýsir hann »harla ónytsömum« hetjudug i »Hákoni jarli« og öðrum sorgarleikjum. En fyrst og fremst sýndi hann þó, að þann skáld- skap, sem að hans skoðun var að nokkuru nýtur, var einnig að finna i innlendri »Jónsmessugleði« frá samtíðinni, á okkar góða og gamla Dýrhagabakka; að vísu voru yfirnáttúrlegar verur þar með í leik. Líf og fjör, svellandi líf og eldheitt fjör með æskuroða í kinnum er aðaleinkennið á skáldskap 0hlenschlágers, og meginið af kveðskap Dana á seinni tímum ber líkan blæ. Hann var riðinn á vaðið. Nú rjeðu þeir allir til inngöngu í undraskóg hinnar rómönzku stefnu, allur herskari hinna dönsku skálda á fyrri helming 19. aldarinnar. Það, sem þeim lá á hjarta, voru engar almennar hversdagsdj^ggðir. Guð minn góður! And- legar kartöflur og kálmeti eða annað góðgæti af líku tægi gat svo sem hver maður ræktað sjálfur í hinu daglega lífi. Nei, íturvaxið stórviði og yndisblóm drauma og tilfinninga var að þeirra’ skoðun hið eiginlega eðli mannsins. A meðal þessara manna var Schack Staffeldt, er kveður angurblíðum rómi um þögula löngun og þrá. Þar var Grundtvig, skáld meðal sagnfræðinga og sagnfræð- ingur meðal skálda, þrautseigasti andstæðingur nytsemisstefnunnar og þó öflugasti nytsemdarpostuli í elztu þýðingu orðsins, sá mað- ur, sem í bók sinni »Jœttir úr hetjulíji Norðurlanda« »sigldi eptir átta- vita 'skáldskaparins nokkrum strikum nær sögunni en 0hlen- schláger«, en stóð honum þó langt að baki að glöggleik og auðgi. Þá má nefna friðsældarmanninn mikla, Ingemann, er gætir miður hófs um karlhetjur skáldsagna sinna, en tekur flestum fram í kvennlýsingum. Og þótt mikið megi honum til foráttu finna fyrir ónákvæmni í sögunni, þá var það þó einmitt hann, er með ljóðum sínum um »Valdemar mikla og menn hans« hefur látið ætt- jörðu sinni þann skáldskap í tje, er nálgast mest verulega þjóðleg söguljóð. Og það er hann, sem bezt hefur hitt blíðasta og hrein- asta hreiminn í náttúrufegurð lands síns, eins og kemur frarn í »Morgun- og kvöldkvaðum« hans. Að miklu leyti gagnstæður

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.