Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1898, Síða 8

Eimreiðin - 01.09.1898, Síða 8
er henni fylgdu, þótti mestu skipta, að sá búningur væri fenginn efninu, er í beztu sam-ræmi stæði við það; þannig mátti t. d. ekki yrkja um »dramatisk« efni í »episku« sniði, nje heldur um »lyrisk« efni í »dramatisku« sniði. Hljómfegurð, lipurð og ljós búningur er því aðaleinkennið á »skóla Heibergs«, en á hinn bóg- inn verður því ekki neitað, að hvað háfleygt og stórfenglegt yrkis- efni snertir, stendur hann eigi alllítið að 'baki gullöld »rómanzka« kveðskaparins. Mikill hluti seinni bókmennta vorra hefur sömu yfirburðina og líka sömu gallana. Sá maður, er skóli þessi dregur nafn af, hjet fullu nafni Johan Ludvig Heiberg. Hann var borinn og barnfæddur í Kaup- mannahöfn, eins og flestir af fylgismönnum hans; annars er allur hávaði danskra skálda á öndverðri þessari öld prestasynir utan af landi; það er engum efa bundið, að það eru æskuárin, er ráðið hafa stefnu hinna einstöku skálda og gefið hverjum sinn sjerstaka blæ. Enda er engin furða, að sá maður, sem er betur að sjer gjör að næmum smekk og glöggu athygli, en að djúpum tilfinningum og fjörugu hugmyndaafli, kjósi sjer heldur samtíð sína að yrkisefni en umliðnar áldir. Og einmitt í því á það rót sína, að Heiberg varð til að endurfæða gleðileikjaskáldskap vorn og gjörðist höfundur að leikandi liprum og þýðum söngleikjum (»Aprílsflónin, »Fylgifiskarnir«, »Ritdómarinn og dýrið« o. fl.). Eptirmaður Heibergs er Hertz. Hann tekur fyrirrennara sínum fram í lýsingum á skapferli manna og geðshræringum, og hefur ritað mörg fyndin og fjörug leikrit (»Vistferlin«, »Sparisjóð- urinn«) og dregið upp nákvæma mynd af lífi menntamanna í Kaup- mannahöfn um þær mundir. Virði maður fyrir sjer rit þessara tveggja síðastnefndu skálda, þá verða samtíðariýsingar þeirra, eða með öðrum orðum gleði- leikritin, efst á blaði — frá bókmenntalegu sjónarmiði. En þau rit, er bezt halda nafni þeirra á lopti meðal nútíðarmanna og jafn- an munu geyma minning þeirra, eru einmitt fortíðarlýsingar, »Alfhóll<s eptir Heiberg, og »Hús Sveins Dýrings« eptir Hertz. En söguleikrit þessi hafa ekki sömu barnslegu einfeldni og hispurs- leysi til að bera eins og sorgarleikir Ohlenschlagers; þau bera það með sjer, að höfundar þeirra hafa verið fyrirtaks smekkmenn og haft næmt eyra fyrir lipurð og hljóm. Skáldæð þeirra brunar ekki fram sem beljandi elfur upp í Noregi, heldur líður fram hægt og hljótt í sífeldu samræmi eins og árnar okkar hjerna í

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.