Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1898, Síða 13

Eimreiðin - 01.09.1898, Síða 13
Þið munið víst öll eptir þessu gamla, góðfræga skáldi, sem kemur fyrir í ævintýrinu vÓþekki strákurinn« eptir Andersen, og tekur svo vel og notalega móti óhræsis stráknum honum Amor, sem ber að dyrum hans; hann hitar handa honum vín, gefur honum bezta eplið, sem hann átti í eigu sinni, þurkar fötin hans og hjúkrar honum eptir föngunx, en fær þó ekki launað nema illu einu alla gestrisnina; strákurinn bendir boga sinn og skýtur hann beint í hjartastað, svo að aumingja karlinn engist sundur og saman á gólfinu og segir með grátstaf í kverkunum: »Ohræsið hann Anxor, það er ljóti strákurinn. Enda skal jeg segja góðu börnunum frá því, svo að þau geti varað sig á að leika sjer við hann, því að það verður þeim ekki nema til ills!« — Mjer finnst satt að segja öll hin eldri skáld, senx nú eru talin, eða að nxinnsta kosti hávaði þeirra, vera ekki allsendis óiík þessu »gamla, góð- fræga skáldi«, þvi að það er Anxor, sem þeir lxjúkra með mestri ástúð og um- hyggju, og það er líka hann, sem verður þeim verstur ljár í þúfu þegar hanw> er »óþekkur«. Enn er eitt skáld, er telja má með þessum góðu, gömlu skáldum, og það er H. C. Andersen sjálfur. Hann þekkjunx við öll mæta vel. Ævintýri hans eru þýdd á allt að tuttugu tungu- mál. Við skulum snöggvast líta á, hvað hann segir sjálfur unx sig og upptök ævintýraskáldskapar síns. »Jeg tek hugmyndir hinna fullorðnu og segi svo börnunum frá, en gleymi því ekki, að pabbi og mamma hlýða á, og þeirra verður maður að taka tillit til í hugsuninni«. Frederik Paludan-Muller svipar að nokkru leyti til þessa ganxla, góðfræga skálds, t. d. er hann kveður unx »Amor og Psyke« í leikandi ljettu rími. En einn góðan veðurdag stígur hann,

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.