Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1898, Page 23

Eimreiðin - 01.09.1898, Page 23
i83 inni gat annað eins skáld og 0hlenschlager? Hvar annan eins listamann og Thorvaldsen, annan eins fagurfræðing og Heiberg, eða annan eins heimspeking og Sören Kierkegaard? Það var svo sem ósvikinn mergur í dönsku þjóðinni í heild sinni, allt frá æðstu stjettum ríkisins niður í rjetta og sljetta bændur, og hjá þeim, »niðjum hinna frjálsbornu óðalsbænda«, var hann jafnvel ósviknastur; »þeir höfðu sjálfir ritað sjer aðalsbrjef við Fridritz (d: Fredericia) og Isted«,.— var að minnsta kosti viðkvæðið í há- tíðasöngvunum. En þegar þeir vildu sjálfir taka til máls á þing- um og kunnu því ekki, að þessir »menntuðu« þjóðfrelsissinnar sæju fyrir þörfum sínum, voru þeim einatt valin háðsleg heiti og miður sæmandi orð. Nú var svo komið, að elztu og öflugustu fylgismenn róm- önzku stefnunnar voru annaðhvort dauðir eða komnir á grafar- bakkann. Sumir hinna ómerkari voru að vísu ekki svo fjarska aldraðir enn, og þó langt af æskuskeiði; við og við mátti heyra þá raula upp aptur gömlu lögin frá æskuárunum, en þau voru nú orðin helzt til hljómdauf og farin að fjöri. Nýju skáldin, er komu fram á sjónarsviðið um þessar mundir, voru sem grann- vaxið, óþroskað ungviði í samanburði við hin eldri; þeir gátu að vísu ort margt dáindis snoturt, sumt aðdáanlega fallegt, svo sem smekknæm og innileg, gáskafull eða alvörugefin tilfinninga- kvæði, (Kaalund, Molbech og Christian Richardt), hnittnar gamanvísur, gleðileiki og smásögur, (Erik Bögh) og skemmti- legar skáldsögur (Carit Etlar og H. F. Ewald). En enginn þeirra bar höfuð yfir þjóðina. — Það var heldur ekki laust við, að ýmsar öfgar væri farnar að ryðja sjer til rúms í bókmenntunum; ritkenning Heibergs, þetta sífellda samræmis- og fegurðarstagl, var orðin að óhagganlegri trúarkreddu, sem hafði óþarfa snurfus og tærilæti í eptirdragi. Menn kröfðust t. d. af skáldunum, að þeir ljetu hið tímanlega sýna eilífðina eins og í spegli; ættjarðarást og þjóðernisrækt var ekki orðið annað er glamur og ofstæki. I trúar- efnum byggðu menn á »trúfræði« og »siðafræði«. Martensens biskups (Sören Kierkegaard þótti helzt til harður í kröfum); og gætu menn í einhverjum atriðum ekki samræmt trúna við þekk- ingu sína, þá tóku þeir undir með Rasmus Nielsen og sögðu, að þar væri um tvær mótsetningar að gjöra, sem ættu báðar jafnmikinn rjett á sjer. Það úði og grúði af hugmyndum og skoðunum, sem voru eins og nokkurskonar friðhelgir erfðagripir og engum tjáði

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.