Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1898, Síða 30

Eimreiðin - 01.09.1898, Síða 30
190 Við skulum nú snöggvast hlýða á þytinn í nýju golunni; það væri hvort eð er engin vanþörf á, að hún gæti náð inn til okkar hjerna heima. í » Utverðinum« t. d. lætur Ðrachmann þýzkan varðmann segja við gamlan leikbróður, sem þá stóð á útverði í her Frakka: »Sá hör et Ord, du min franske Broder, Og lad det gi videre til Kammeraterne: Vi er Marionetter endnu for de Stoie, Og vi figurerer endnu pá Plakaterne. Vi sættes pá Scenen söm Gladiatorer, Sá spiller det nationale Orkester, Og sá gár det lös med Huggen og Stikken. Og sá begraves de blodige Rester. Præsten velsigner de skændige Váben, Vorherre takkes med Klokkeringning. —. Men Gudskelov, der er Tegn og Varsler, Der tyde hen pá en snarlig Svingning.s* 1 Þá greiðir Ðrachmann »dönsku stúdentunum með húfu- merkin« ósvikna snoppunga. Og vöruskútur kaupmannanna, þessa spiktroðnu, fljótandi krambúðarkofa, lætur hann ægi brjóta og bramla í hamslausri reiði og rota sjálfan kaupmanninn, skip- stjórann og brytann upp við hamrana; jafnvel aumingja sálnahirð- inum, er heidur sjer dauðahaldi í duflið, lætur hann ægi stúta miskunnarlaust með svofelldum orðum: »Far vel, háæruverðugi herra, og heilsaðu í hæðum«. Hann lætur »enska jafnaðarmenn« halda fund við kolabál niðri við fljótið; þeir stynja undir okinu en yita hvorki upp nje niður, unz einn þeirra ryðst fram: Heima sat fólkið í hugð og hlýindum að arinshorni. Það kom maður að biðja Malenu frænku; frúin skoðaði vitnisburðarbók hans, hann fjekk stúlkunnar, — með »lofi«, vel að merkja. Heima gjörðist glatt á hjalla, menn komu að óska til hamingju; og svo var haldið brúðkaup og svo kom sængurgildi, — en til allrar óhamingju hrökk króinn upp af. 1 Þ. e. »Hlýddu á orð mín, franski bróðir, og flyttu þau svo fjelögum þínunt: Enn þá erum við leikbrúður höfðingjanna, enn þá erurn við hafðir til sýnis á auglýsingamiðum. Okkur er skipað á sjónarsviðið sem skylmingarþrælum og svo lætur hið þjóðlega hljóðfæralið gígjurnar gjalla; síðan hefst leikur- inn með höggum og lögum, og lo'ks eru blóðstokkin hræin hulin. Klerk- arnir lýsa blessun guðs yfir hinum svívirðilegu vopnum, klukkum er hringt í þakklætisskyni við skaparann. En, lof sje guði, ýmislegt bendir á bráð umskipti.«

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.