Eimreiðin - 01.09.1898, Page 37
197
Ja Farten gár en Sommernat
Mod Nord mod Islands stejle Kyst.
Til Rors den bedste Mand er sat,
Ðen störste Helt med bredest Bryst
Til Styrismand er káren.
Fjældhöj mod Midnatssolens Glöd
Som pá hans Ringsærk blusser röd,
Han stár ved Styrisáren,
Mens som en Hval pá Havets Sköd
Lang-Snekken bliver báren.« 1
Þá má nefna »Söngvar viö sjó«, forkunnar fögur kvæði, »Vínviður
og rósir«, og kvæðasafn eitt, er ber hið einkennilega nafn: »Æska
í söngvum og kvæöum«; ennfremur »Fornir guðir og nýir« (eptir
Svend Tröst) og »Djúpir strengir«. • Það mætti tilfæra línu eptir
línu, vísu eptir vísu og kvæði eptir kvæði: »Spilarinn 'greip slna
gígju af vegg«, »Dyvekukvæði«, » f>egar krabbinn bítur« o. s. frv.
Hver kannast ekki við þann hugblæ, er lýsir sjer í vísunni
hjer á eptir? En hversu nýstárlegur og óþvældur er þó ekki
hljómurinn í orðunum:
»Paa Stranden skælver ej det mindste Blad,
Her ruller Soen solvblá ud sit Bad
Og Solnedgangen lejrer sig derover,
I Himlen smeltes ind de blode Vover,
Du skuer mod uendelige Sletter
Af Barndomsminder uden mörke Pletter,
Vemodig glad: —
De lyse Nætter, ak de lyse Nætter!«2
1 Þ. e. Hver er sú en eldgamla, bjargstudda ey, er teygir jökulkrýnt höfuð
úr hafdjúpinu og gnæfir hátt í ljóma næturhvelfingarinnar. Hvert er hið
kynlega nafn þessa lands, þar sem freðin fjöll spúa eldi og eimi upp um
klakasprungumar, en logandi eldfljót steypast fossandi og beljandi frá jökul-
rótunum niður á sjávarströnd.
Þeir sigla um bjarta sumarnótt og stefna- í norður að sæbröttum
ströndum íslands. Bezta höfðu þeir manninum skipað til stjórnar, valið sjer
atgjörvismestu og þrekvöxnustu hetjuna að stýrimanni. Hann stendur hár
sem fjall við hjálmunvölinn, sveipaður, eldbjarma miðnætursólarinnar, er
stafar roðnum stöfum á hringabrynju hans, en langsnekkjan líður íram sem
hvalur um hafdjúpið.
2 Það bærist ekki minnsta laufblað á ströndinni, þar breiðir ægir sína silfur-
bláu laug og sólsetrið hjúfrar sig yfir; inar þýðu bylgjur renna saman við
himininn. Þú starir glaður og angurblíður í hug útyfir ómælissljettur æsku-
minninganna, sem engum dökkum díl bregður á: — Þið ljósu nætur, ó, þið
ljósu nætur!