Eimreiðin - 01.09.1898, Síða 40
200
óðalsbænda, sem á rót sína í þeirri meðvitund, að eiga engum
neitt að þakka nema sjálfum sjer— og ef til vill guði á himnum —;
það er ekki sá yíirlætisbragur, er tíðkast meðal borgarbúa og £ólg-
inn er í auðmýkt og lotningu gagnvart valdsstjettinni og drembi-
legri óþýðni gagnvart ókunnugum og óæðristjettarmönnum, heldur
annað og æðra yfirlæti, sem lýsir sjer í óbeit á öllum afkáraskap,
í meðvitundinni um eigið gildi, þar sem allt er hreint inni fyrir,
og í greiðvikni og vinsemd við gest og gangandi (allir þúast í
sveitinni). Schandorph er eins og dönsku bændurnir laus við allt
tepur og yfirdrepsskap. Tepur getur ef til vill farið stöku manni
vel og borið vott um næman fegurðarþótta, en það bendir líka
opt og einatt á allt annað. »Engin látalæti!« gæti jeg hugsað mjer
að væri viðkvæðið hjá Schandorph, alveg eins og hjá bændunum.
Obrotin bóndastúlka mundi ekki láta sjer bregða stórt í brún og
naumast fara að roðna út undir eyru, þótt einhver sæi hana í
fáklæddara lagi; hún mundi bara segja eins og ekkert væri um
að vera: »Það sjer þó líklega enginn annað en það, sem guð
hefur skapað«. I sveitinni dettur engum í hug að hneykslast á
því, þó að karlmenn tali um graðhesta, tarfa og tilhleypingar í
nærveru kvenna. Og sama heilnæma látleysið er Schandorph
eiginlegt, og þess vegna hafa bæjarmenn einatt fundið honum það
til foráttu, að hann sje »afleitur rusti«; en þess væri sannarlega
óskandi, að enginn þessara orðvöru manna, er jafnan bera fágað
mál á vörunum, mætti fremur heita því nafni. Schandorph elskar
þetta hrausta og heilbrigða lif, sem ískrar af lífsfjöri og gleði, og
hann kennir sáran í brjósti um hvern efnilegan frjóanga, er kæfður
er og kyrktur í fæðingunni:
I Begejstring frem mod Málet,
Vorde smidig, stærk som Stálet;
Hjærteblodets
Ædle Varme, Livets Saft
Skal du til det bedste levne.
Nár du ærligt, mandigt ænser
Dine Grænser,
Máler Modets
Rækkekraft,
Hver en Evne
Kan da stævne
Ja, det bedste! Det, som gærne dölger sig forVerdens Blik,
Men i Livets 0rkenvandring dog den sande Lædskedrik,
Suget lönligt ind ad Porer, samlet i vor Hjærtegrund
Som en demantklar Cisterne med en snehvid Marmorbund.
Det, som aldrig fomemt kyser stakkels Bedende pá Flugt;
Det, som skærmer Lysets Tande, nár dens Ild er næsten slukt;
Det, som binder Plantestænglen, nár den er af Stormen brudt,
Som med varmest 0mhed favner just, hvad Verden har forskudt.*1