Eimreiðin - 01.09.1898, Síða 43
203
Jeg med Andagt kan beskue
Mangen gammel Florentiner
Med den gyldne Baggrunds Lue,
Hvor i Holdning og i Miner
Bönnen og Extasen ánder;
Men af Lede jeg mig vánder,
Nár en Tid med anden Tro
Pröver sligt at efterligne,
Og jeg siger: Gud velsigne
Jer Godtfolk! Men tusind Gange
Heller sá et Fár, en So!« 1
Og Schandorfl' er nú einu sinni ekki á sömu trú, og menn höfðu
hangið í að undanförnu, og þess vegna bregður hann sjer svona
gáskalega á leik um byggðina, um stofur greifa og stórkaupmanna,
um viðarskemmur og húskarlaskála, um hafnarhlöð og sölubúðir
smákaupmanna í þorpunum. Vjer getum að sjá sárfinar dömur
frammi fyrir borðspeglum sínurn, tifandi smákaupmenn í grútar-
legum búðarholum og þrekvaxna bændur með mykjukvísl í hendi
út á fjóshaug. Hann þekkir alla flokka þjóðíjelagsins út í hörgul,
einkum limaburð þeirra, látæði og orðbragð. Hann þekkir gor-
geirinn í borgarafólkinn gagnvart vinnuhjúunum, er stingur svo
kynlega í stúf við meðferð aðalsmanna á sínum hjúum; hann
þekkir göfgi og drenglyndi gamalla aðalskvenna og slenið og slána-
skapinn í ungum aðalsmannasonum og stórkaupmannasonum.
Hann þekkir margan gamlan »heiðursmann«, sem má ekki sjá
háls og handleggi, auk heldur brjóst á ungri stúlku, án þess að
komast í trylling. Honum er ekki ókunnugt um digurmælgi
sjálfhafinna auðmanna og óbifandi traust þeirra á pyngjunni, og
hversu fornmálakennarar við lærðu skólana velta sjer með yndi
1 Þ. e. Jeg hef hrópað: Ut að kanna byggðina! Slökktu á nemendalamp-
anum! Út um mýrar og haga! Greifasalir og stórkaupmannastofur, viðar-
hús og vinnumannaskálar, hesthús, fjós, hlöður og láfar, stórskytningar og
sveitakrár — allt eru það jafnhentir staðir fyrir pentgrind þína, ef að eins
lífsins eldur logar þar fyrir. — Ef þú ert sjálfur búinn andlegu og listamanns
atgjörvi, þá skaltu ekki vera smeykur við »einfeldni« og »ruddaskap«; sú
mynd ein fær staðizt, er ljós sannleikans leiptrar um. Það getur vaknað
hjá mjer innileg guðræknistilfinning, er jeg virði fyrir mjer marga forna,
flórenzka mynd, með gullnum loga á bak við, þar sem bæn og guðmóður
skín af svip og æði; en hins vegar setur að mjer hroll þegar öld, sem er
annarar trúar, fer að reyna að líkja eptir slíku, og mjer verður að orði:
Ástar þakkir, elskurnar mínar; en þá kýs jeg þúsund sinnum heldur sauð-
kind eða svín!