Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1898, Síða 47

Eimreiðin - 01.09.1898, Síða 47
207 þar neyðir Schandorph þær til að fremja allskonar skrípalæti, eptir því sem hann smellir með háðsvipu sinni í gáskafullu gamni. Kielland setur andstæðurnar hverja gegnt annari, en Schandorph skiptir ljósi og skugga jafnt til beggja handa — eins og lífið sjálft gjörir. Eins og Schandorph er rammsjálenzkur, þannig er og J. P. Jakobsen rammjózkur. Hann er borinn og barnfæddur í Thisted, kauptúni einu á Jót- landi, og er jafn ó- likur skáldbróður sín- um sem Jótland er Sjálandi. A Jótlandi eru stórir kyrðsælir og þó bjartir skógar, djúpar dældir og fjöl- skrúðugur jurtagróð- ur á austurströnd- inni, en er vestur eptir dregur taka við geysimiklir lyngflák- ar, — það eru hinar alkunnu Jótlandsheið- ar, þar sem jafnan drottnar kyrð og ó- rjúfandi ró, svo að hver sem fer þar um hlýtur að finna til einveru og tómleika; en jafnframt verður hann líka var við, að hann er orðinn auðugri en áður, því að heiðin vekur duldustu hugsanir hans og snertir dýpstu strengi í sálu hans; og þá eru mýrarflákarnir miklu með alls konar kyn- legum jurtum og dýrum, sem æsa upp í manni forvitnina og örva tilfinningu manna fyrir því »fágæta«; — þegar komið er alla leið vestur að hafi, getur að líta einkennilega sandhóla, sem mynda nokkurs konar varnarmúr gegn áfergi Vesturhafsins. •— I stuttu máli er náttúra Jótlands hvergi nærri eins blómleg og viðkomumikil eins og náttúra Sjálands, en á hinn bóginu miklu fjölskrúðugri; hin fyrnefnda er björt og brosandi, þýð og dreymandi, en hin

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.