Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1898, Side 54

Eimreiðin - 01.09.1898, Side 54
214 ýmsum efnum kveðjum Þýzkaland og þökkum því fýrir kennsluna, — því að nú getum vjer í mörgu spilað upp á eigin spýtur, og þar sem oss er ábótavant, er hægt að læra af öðrum fullt eins vel og Þjóðverjum«. Eins og þeir gætu sett Krúppsfallbyssu i skjald- armerki sitt, þannig gæti og Danmörk látið sjer nægja með smjör- fjórðung, — eins og fámennri og lítilþægri þjóð sæmir—; auðvitað er það ekki eins tígulegt, en oss þykir nú samt sem áður fullt eins mikið varið i það, sem er vort eigið, eða ef til vill öllu meira. — Svona er nú skoðun flestra skynberandi manna i Dan- mörku á þessu efni; má vel vera að það sje að taka nokkuð djúpt i árinni, og sumir kunni að kalla það »Þjóðverjahatur«, — jæja, þeir um það. En Karl Gjellerup hefur nú einu sinni fengið ást á Þýzka- landi, og víst er um það, að ýmsir af hans góðu eiginleikum sem rithöfundar eiga þangað rætur að rekja, svo sem nákvæmni sú, er hvervetna lýsir sjer í ritum hans, og að hann jafnan kryfur efni sitt til mergjar. Mjer er líka nær að halda, að það stafi af þýzkum áhrifum, að hann sneri baki við hlutsæisstefnunni og hallaðist að stefnu, sem nálgast meir hina gömlu rómönzku stefnu bæði í hugmyndum (t. d. þar sem hann talar um einkarjett gáfumannsins) og í búningi, svo sem í sorgarleikjunum »Brynhildur« og »Hag- barður og Signý«. Þessir sorgleikir hans eru þunglegir og mál- skrafsmiklir; ef jeg mætti viðhafa líkingu í rómönzkum smekk, mundi jeg helzt vilja líkja sorgleikjum 0hienschlagers við riddara frá dögum Valdimaranna íklæddan gylltri hringa-brynju og sitjandi á fráum fáki, en sorgleikjum Gjellerups við riddara frá síðari hluta miðaldanna í spangabreiðri brynju, svartan og þungan á fæti. Ljóð hans eru hjer, — sem og annars t. d. í »Rauðpyrnum«, er hann hafði áður ort, — höfug og auðgari að hugsun en tilfinning; þar eru óhófin öll af samlíkingum, sem líka bera fremur vott um skarpleik en tilfinning, en eru þó einatt einkar mikilfenglegar, eins og t. d. sú, er hann eitt sinn leggur Brynhildi í munn: »Nej, for denne Sol er runden röd fra rugende Tágemulm, Ikke siddende Mænd til Gammen, ej til Lys i Gildeshal. Men lig Sejerssværdets Lue vil dens Strále slikke Blod, För den gemmes tyst i Nattens stjæmenaglede mörkblá Balg.«1 1 Þ. e. Nei, því að þessi sól er risin roðaþrungin úr myrkum þokusorta, ekki sitjandi mönnum til yndis nje til Ijóss í veizlusölum. Heldur er hún sem blossi sigursverðsins, geisli hennar vill sleikja blóð, áður hún felst hljóðlega í hinum dimmbláu, stjörnuseymdu slíðrum næturinnar.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.