Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1898, Blaðsíða 56

Eimreiðin - 01.09.1898, Blaðsíða 56
216 viljandi og óviljandi. Og okkur getur þótt gaman að hlýða á tölur þessara ræðumanna mörgum sinnum, við getum skygnzt talsvert inn í hugarlíf þeirra og fengið mætur á þeim, — en hverju eigum við að veðja? Okkur mun þó jafnan taka sárara til sam- vistamanna okkar og nágranna, þótt þeir haíi aldrei útausið fyrir okkur hjörtum sinum í faguryrtum minnisræðum. Nei, við höfum bara vanizt þeim í æði og umgengni, sjeð þá ganga að vinnu sinni, heyrt þá skrafa og skeggræða, hvern með sínum róm, sinum hugsunarhætti og smákækjum í hreyfingum og látæði, og öllu þvi, er greinir einn mann frá öðrum, með öðrum orðum, við höíum kynnzt lífi þeirra; og hafi nú einhver þeirra manna, er við þannig höfum lært að þekkja út og inn í lífi og hegðun, orðið fyrir einhverjum óvanalegum örlögum, þá sy'slar hugur vor þegar töluvert um hann og hann liggur oss miklu meir á hjarta en ræðumaðurinn, sem vjer höfðum kynnzt að eins á hátiðum og tyllidögum Það er einmitt þetta, sem Hermann Bang hefur sjeð og lagað frásögn sína eptir. Sá sem les bækur hans, fær aldrei ástæðu til að hnýsast frekar eptir hvers- dagslífi persónanna, þvi að þær eru allt af að, þær vinna og skrafa, skrafa og vinna og gjöra allt það, sem nú einu sinni er títt að menn hafist að — í óþreytandi önnum; og um- hverfis þær er líka allt á ferð og flugi, hundarnir gelta, kettirnir hoppa á húsþökunum og vagnarnir skrölta á götunum. Meðan maður er þessu óvanur fer maður ósjálfrátt að hugsa um, hvort lífið sje nú í raun og veru svona eilíft óðagot; — þarna er maður með öndina í hálsinum á sífelldum þönum eptir öllum þessum erli í skáldsögum Hermanns Bang; og allt þetta aukalið í sögum hans leggur með orð í belg, bæði hundar og kettir og vagnar! En ef vjer nú sjálfir förum að hugsa um einhver atvik, sem á dagana hafa drifið, þá verðum vjer brátt þess varir, að þau standa oss fyrir hugskotssjónum með öllum þessum aukaatriðum, er í fljótu bragði virðast þýðingarlaus, en er þó þannig varið í raun rjettri, að án þeirra hefði atburðurinn orðið allur annar. Bang hefur farið um sjálfan sig svofelldum orðum: »Jeg sje persónur mínar aldrei öðru vísi en í einni mynd eptir aðra, heyri Hermann Bang.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.