Eimreiðin - 01.09.1898, Síða 61
221
Um 1890 leitast ný stefna við að ryðja sjer til rúms i bók-
menntum vorum. Það voru nokkrir ungir menn, sem voru orðnir
leiðir á þessu eilífa stagli um áþreifanlega hversdagshluti; það hafði
nú ekki gengið á öðru í samfleytt tuttugu ár. Þeir vildu ekki
leggja sig niður við að lýsa umheiminum með öllum óhrjáleika
hans og ruddaskap; það töldu þeir álíka list og að taka ljósmyndir;
tilfinningalíf og hugmyndaheim mannssálarinnar kváðu þeir vera
hið eina, sem gildi hefði fyrir oss mennina; en umheimurinn
hefði það ekki nema að svo miklu leyti sem sálarlíf vort sætir
áhrifum frá honum, og megi það standa oss hjer um bil á sama,
Viggo Stuckenberg. Gustav Wied.
hvort honum sje svo eða svo varið; hann sje að eins ílíki (Symbol)
skaps vors og tilfinninga; af því hefur stefna þeirra fengið nafnið
»ílíkisstefna« (Symbolisme). Alla holdsdýrkun undanfarins tíma
kváðu þeir vera eins og að taka skurn í stað kjarna. Það væri
svo sem hægur vandi að hengja upp nútíðarrafurljós sín fyrir utan
ómælisskógdýpi tilfinninganna, — og segja svo að nú væri verið
að leiða ljós yfir landið! Nei, inni í húmdökku, einmanalegu
skógþykkninni, þar sem enginn hefur stigið fæti sínum, — þar er
vort sanna líf! — Þannig fór þá ljóðagerðin að tíðkast aptur, því
að nú var það ekki vitið, heldur tilfinningarnar, sem tala átti til.
I óðskáldskap var almennt að tala í fyrsta persónu, en nú taka
þessir höfundar að gjöra það lika í skáldsögum sínum. »Jeg«