Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1898, Qupperneq 63

Eimreiðin - 01.09.1898, Qupperneq 63
223 máls, að lyndiseinkunn þjóðanna — og þá jafnframt bókmenntirnar— dragi dám af eðlisháttum landsins. Nattúra Danmerkur er svo opin fyrir, svo auðlæs, björt og brosandi, að hún mun óviða eiga sinn líka í öðrum löndum; þar eru engar stórar misfellur, engar miklar mótsetningar; landið er allt jafnbárótt; þar eru víðlendir, skuggsælir bækiskógar, blómlegir akrar og gróðurríkar grundir, »þar sem kýrnar vaða grasið í kvið«; — makræðisland. Veðráttan gengur líka jöfnum öldum, svöl á sumrum og ekki ýkjaköld á vetrum, sjaldan illviðri, og sjaldan logn eða bjartviðri, — það er land lágróma söngva. Eðli þess er ekki þannig vaxið, að það gjöri hugi íbúanna hneigða til harms og trega, heldur munu kunnugir menn mæla að vjer Danir, —sem flestir erum ljóshærðir, bláeygðir og rjóðir í kinnum —, sjeum brosleit þjóð og hlátur- mild. Enda mun eigi allfáum hafa sárnað »glottið«. Reyndar er nú ekki því að heilsa, að jafnan búi glaðlyndi á bak við brosleitar varir, þótt optast sje það svo, og vera má að andstreymi það og hnekkir, er saga þjóðarinnar sýnir að hún hefur orðið fyrir, eigi sinn þátt í glottinu og jafnframt í þeim angurblíðubrag, er sýni- lega hefur brugðið á lyndisfar hennar síðan 1864. Glott og angur- blíða geta einatt farið saman, þótt það í rauninni sje sitt hvað. En hins vegar getum vjer ekki neitað, að mörgum kunni að þykja náttúra Danmerkur bragðlítil og kollhúfuleg, — en til allrar ham- ingju höfum vjer þó fram með ströndum og nesjum síkvikan sjóinn, sém ætíð er jafn stórfelldur og enginn trjenast á. Og ættum vjer að segja, hvað oss þætti náttúru vora mest vanta, þá mundi kvörtun vor verða gagnstæð orðum »stórskáldsins norska«, er hann kvartaði um fjöllin heima í Noregi; vjer mundum segja, að við hefðum svo lítið af fjöllum; — vjer erum lausir við þunga og ólögulegleika fjallanna; — formfegurð og frábær smekkur eru þeir kostir, er telja má mest til gildis bókmenntum vorum nú á dögum; — en oss vantar ýmislegt af því, er knýr málbræður vora, Norðmennina, til að grípa sjer hamar í hönd og ráðast gegn bál- hörðum bjargveggnum, er laðar þá til að ryðja brautina niður á við, allt þar til er þeir heyra málminn gjalla. Vjer getum ekki þakkað hamingjunni sem vert er fyrir það lán, að vjer höfum mál — og þá bókmenntir að nokkru leyti líka —• sameiginlegt við Norðmenn, sem eiga nú eflaust stórfelldastan skáldskap í heimi. Og sannarlega megum vjer Danir, sem eigum svo auðskilda, svo dularsnauða og skynsemdárríka náttúru, láta oss vænt um þykja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.