Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1898, Síða 64

Eimreiðin - 01.09.1898, Síða 64
224 frændsemina og nágrennið við Svía; hinir víðlendu og þögulu furuskógar umhverfis stór og lygn stöðuvötn hafa hneigt skap þeirra til hins leyndardómsfulla og dularríka; og af því sá eigin- leiki er fjarri oss Dönum, hefur nábýlið við Svía þýðingu fyrir oss í þeirn efnurn, sem ekki er að vettugi virðandi. Enn fremur eigum vjer Danir, sem einatt erum svo veikir á svellinu, þakkir að gjalda hamraeyjunni miklu, sem rís langt í.norðri sem bjarg- fastur vilji úr hafinu; vjer höfurn nú í heila öld samfleytt ausið af söguauðæfum Islands og skáld vor jafnan leitað þangað yrkis- efnis, er þau vildu lýsa öflugum vilja í fáum og Ijósum dráttum, •— allt frá því, er 0hlenschlager samdi »Völundarsögu<< og »Hákon jarl«, til þess, er Gjellerup ritaði »Brynhildi«, Edvard Brandes »As- gerði« og Drachmann »Völund smið«. Þýtt hefur B. B. í i. hepti af þessum árgangi flutti Eimreiðin lesendum sinum grein um nútíðarbókmenntir Norðmanna eptir skáldið Björnstjerne Björnson, og teljum vjer víst, að öllum, sem vit hafa á að meta slikar ritgerðir, hafi verið hún kærkomin. En ekki ætti mönnum að þykja minna i varið, að kynnast dálitið bókmenntum Dana, þeirrar þjóðar, sem við eigum mest saman við að sælda. Hið fyrsta skilyrði fyrir góðri sambúð milli tveggja fjelaga er jafnan það, að þeir geri sjer far um að kynnast hvor öðrum, þvi með þvi einu móti geta þeir metið hvor annan rjett. Annars kostar er við búið, að ýmis konar misskilningur geti risið upp á milli þeirra og hleypt óþægilegum snurðum á þann bandalagsþráð, er tengir þá saman. Hingað til hafa hvorki Danir nje Islendingar gert sjer-eins mikið far og vera ætti um að kynnast hvorir öðrum. En vjer vonum, að á þessu verði nú farið að ráða bót, þvi meir sem lengra liður og samgöngur milli þjóðanna verða tíðari og betri. Eimreiðin telur sjer fyrir sitt leyti skylt að styðja að þessu, eins og öllu öðru, sem hún álitur heillavænlegt fyrir þjóð vora, og einmitt þess vegna hefur henni þótt við eiga að flytja lesendum sínum grein um nútiðar- bókmenntir Dana eða skáld þeirra á þessari öld. Með þvi os ekki tókst að fá neinn Islending til að rita slíka grein (enda munu sannast að segja fáir færir til þess nema með mikilli fyrirhöfn), höfum vjer fengið dansk- an mann, kandidat Henrik Ussing, til þess að rita þetta yfirlit fyrir Eim- reiðina og siðan fengið íslenzkan stúdent til þess að snúa handriti hans á islenzku. Væntum vjer að ritgerðin geti orðið mönnum bæði til skemmtunar og fróðleiks, enda höfum vjer reynt að prýða hana svo

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.