Eimreiðin - 01.09.1898, Page 66
226
en ekki aldur nje heilsa;
of snemma, vinur minn kæri,
hylur þig moldin og myrkrið
í Munka-Þverár garði!
Heyri jeg röddu hljóma
— af himni og eigi jörðu
er hún að eyrum mjer komin —
unaðsblíða og sæta:
»Leita ei liðins vinar
í lágu moldarskauti,
því hann þar er ekki.
Þerðu tár af augum,
horfðu upp til himins
hvörmum trúar þinnar.
Þjer röddin in himneska og helga,
hlýði jeg ljúfu geði. —
Og sjá! minn sjónarhringur
sundur gengur og víkkar
— eg það með fögnuði eygi —
út yfir gröf og dauða.
Sunnar sjálfum heimi,
sól og tungli hærra,
ofar öllum stjörnum,
efstu vetrarbrautum
liggur landageimur,
ljóma heilar álfur,
sveiptar sælu skini
sólar alheims bjartrar,
er aldrei gengur undir,
eða felst í skýjum-------
Beyg þig með undrun og auðmýkt
og elsku, sál mín, til jarðar!
Ei megnar mannleg tunga,
moldarfjötrum bundin,
að lýsa dýrðinni drottins
dásamri í himnaríki!
Hví er mjer hryggð í huga
og hvarmatár á vöngum
fyrst jeg veit með vissu,
vinurinn minn góði,
að þú ert þangað kominn
er þekkist ei frost nje kuldi,
ei haust nje hjelunætur,
húm eða skammdegi vetrar,
en yfir þjer brosir hið bjarta,
hið blíða og unaðslega
um eilífð endalausa,
æsku > og fegurðar vorið!
II.
Hvort er sem mjer sýnist? —
Snemma er nú gengið til rekkju,
því að úr hásuðri heiðu
horfir nú sól á jörðu
og eptir dalnum andar,
ofan af landi runninn,
andvari einkar-ljúfur
og yndislegum rómi
syngja sumarfuglar
og af sætri ilman blóma
angar loptið úti;
einn ertu, vinur, í hvílu,
þegar að allir aðrir
önnum og skemmtunum sinna,
og eigi þú vaknar þótt vinar
— vær er þjer svefninn á
hvörmum
og höfgur blundur í brjósti —
berist þjer rómur að eyrum.
En vekja hlýt eg þig, vinur,
vantalað margt því eigum.
Gott er tóm og tími
til að blunda seinna,
er sól að sævi hnigin
og sínum gjörvallan hefir