Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1898, Side 68

Eimreiðin - 01.09.1898, Side 68
228 vilja laús og vonar, þá varstu mjer ekki fjarri, þá birtistu mjer, hin blíða, björt eins og dagmálasólin, er hún af austurfjöllum ylríka geisla sendir ofan í djúpa dali og dreifir og sundur greiðir þokukaíið þjetta — þannig komstu og vafðir um mig örmum þínum og upp til himins mjer bentir, sagðir mjer inndælar sögur um sælubústaði á hæðum að þessu lifi liðnu, og ljóð mjer söngstu fegri en svanir á sumarkvöldum syngja á blálygnum vötnum, er sól úr náttmálasetri sveipar bleikrauðu ljósi hálsa og heiðarmóa hartnær sigin til viðar! O, þú, sem í árroða alda ofan leiðst af himni og af mæltra manna múg nefnist trú á jörðu, heyri jeg hvað þú mælir, hljómar mjer rödd þín í eyrum inndælli og unaðsfyllri en áður nokkru sinni! Enn vil jeg höfgu halla höfði þjer að barnii og á sigursöngva sæla glaður hlýða yfir eyrnd og dauða, yfir rotnun og rnyrkri og viðbjóð og vetrarkulda voðalegrar grafar! /• P- C. R. Unger. Carl Richard Unger er fæddur 2. júlí 1817 í Kristjaníu. Faðir hans var herforðabúrsstjóri i Akursborg (Akershus), og átti því hægt með að láta son sinn læra í skóla. 1835 útskrifaðist C. Unger, og lagði þegar stund á málfræði, einkum norræna, og varð 6 árum síðar það sem Norðmenn kalla háskóla-stipendiat, visindastyrk-þegi. Par á eptir var hann nokkur ár erlendis, einkum í Kaupmannahöfn, til þess að mentast frekar, og rannsaka handrit og skrifa upp úr þeim. 1831 varð hann lektor við háskólann i Kristjaníu og 1862 prófessor, og það var hann svo að segja til dauðadags. Snemma hneigðist hugur hans mjög að ritstörfum og einkum að útgáfum fornra íslenzkra og norskra rita, og vann hann um mörg ár að því með þeirri elju, iðni og þrautseigju, að þess munu fá dæmi. Hið fyrsta, sem hann gaf út, var »Fornnorrten málfrœði« ásamt með

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.