Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1898, Page 77

Eimreiðin - 01.09.1898, Page 77
girndin, að bera ægishjálm yfir sveitinni, það er takmarkið. En hugur sveitabúa er of deigur, þá vantar samheldni, og nú tekur bóndason — Guðmundur heitir hann — það ráð að fórna Guðrúnu fóstursystur sinni, til að hvetja þannig sveita- menn til hefnda: »Moriatur unus pro populo«. (Voru nú bændasynir í þá tíð svo lærðir, að þeim væri latínan tamari en íslenzkan, þegar þeim var mikið niðri- fyrir?) Guðmundur hefur fellt ástarhug til fóstursystur sinnar, en það er árang- urslaust, af því hún ann Eiríki Hellismanni, og nú lætur hann Eirík, sem kom- inn er að hitta ástmey sína, drepa hana í misgripum fyrir einn af Hellismönnum! Þetta atriði, sem á að vera hið áhrifamesta og sorglegasta í öllum leiknum, er því miður allt of óeðlilegt. Þegar Guðm., sem er dularklæddur, kallar: »Taktu til vopna! hjer er Hellismaður, sem vill svíkja ykkur allac, leggur Eiríkur manninn (unnustu sína í dularklæðum) umsvifalaust í gegn. Mundi hann ekki fyrst gæta að, hver það var, sem varaði hann við, eða við hvern af Hellismönnum hann átti? Naumast gat hann búizt við því, að bændur mundu vara liann, Hellis- manninn, við svikum Hellismanna sjálfra. — Og hvers vegna kastar hann sverð- inu? Var það í greiðaskyni við Guðmund, til þess að hann ætti hægra með að sanna bændum, hver verknaðinn hefði unnið ? — Þetta er að minni hyggju aðal- galli sjónleiksins, því undir þessu atriði er svo mikið komið. En ritið hefur ýmsa aðra galla, sem flestir virðast sprottnir af hroðvirkni eða þá smekkleysi höfundarins. Málið er víða óeðlilegt, einkum orðskipunin, og þar sem persón- urnar tala í ljóðum, er áherzlan opt skökk. Sumstaðar koma fyrir orð, sem virðast sögð út í hött. Þegar Gunnar segir, bls. 10: »Mjer er þjer engin hætta í að trúa«, þá verður ekki sieð, að Guðm. hafi látið neina tregðu í ljósi, svo orðin eru ástæðulaus. Eins er á bls. 82, þegar Sigríður segir: »Jeg er ekki hið minnsta veik«. Bróðir hennar hafði sagt að hún væri »syfjuð og fölleit«, en um veikindi er ekki að ræða. — Þá er ýmislegt, sem mjer virðist blátt áfram smekkleysur, og er ekki minnst af þeim í þeim kaflanum, sem á að vera einna skáldlegastur og gæti verið það, ef vel væri á haldið, I. þáttur, bls. 18—21. Hjer á að koma í Ijós ólíkt tilfinningalíf og hugsunarháttur tveggja af aðalhetjum Hellismanna. Gætum nú að, hvernig Tegnér hefur farið með líkt efni í »Frið- þjófur og Björn«, og berum saman við viðræður þeirra Valnastakks og Eiríks. En sá munur! Lítum á Valnastakk! Hann hefur auga fyrir því, sem hrikalegt er og vott ber um krapt, og eyra fyrir — krunki næturhrafnsins: »Á nóttum heyri jeg næturhrafninn krunka, sem náspá drynja hljóðin frá hans kverk, það hlægir mig, því hrynur aldrei þolað jeg hefi, nje hin veiku lækjarhljóð.« »Næturhrafninn!« Hvat fugli er þat? Það lítur svo út sem það sje eins konar skáldfugl höfundarins, er hann lætur hetjur sínar tala um hann í hverju leikriti, er kemur frá hans hendi (sbr. »Nú er kalt og naturhrafninn hjalar*. »Nýjársndttin« bls. 75). Sje hjer átt við fugl þann, er Danskurinn kallar »Natravn« (Caprimul- gus), þá veit jeg lítið um hann annað en það, sem einhvern tíma stóð um hann í fróðlegri dýrafræðisritgjörð í latínuskólanum: »Eitt af hans vigtugustu kenni- merkjum er hans af stífum burstum innbefattaða gap«. Því miður krunkar fugl- inn ekki, en sagt er, að hann suði á sína vísu eða »hjali«, þó það orð eigi fremur við um börn. Fuglfróður maður hefur trúað mjer fyrir því, að þessi fugl muni aldrei hafa til íslands komið, en af því sá maður hefur ekki lifað á Valnastakks tíð, getur hann ekkert fullyrt um það, hvort fuglinn hefur haldizt

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.