Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1898, Page 80

Eimreiðin - 01.09.1898, Page 80
240 ÍSLAND OG íSLENZKAR BÓKMENNTIR ERLENDIS: ÍSLAND OG ÞÝÐING ÞESS FYRIR NORÐURLÖND (Island og dets Be- tydning for Norden) var ritgerðarefni það, er lagt var fyrir stúdenta í öllum latínu- skólum í Danmörku við burtfararpróf í vor (1898) sem verkefni í »bundnum« dönskum stýl. Er þetta gleðilegur vottur um, að kennslumálastjórnin er farin að gera sjer far um að vekja og glæða eptirtekt æskulýðsins á Islandi, og er skylt að minnast þess með þakklæti, því af því getur með tímanum margt gott leitt fyrir báðar þjóðirnar, samband þeirra og hugarþel hvorrar til annarar. ÞÝÐINGAR ÚR ISLENZKUM RITUM. í Mllustreret Tidende» hefur ný- lega (í júní) birzt dönsk þýðing á sögu síra Jónasar Jónassonar »Hungurvofan« eptir danskan prest síra J. R. Zerlang í Holböl í Sljesvík. Er sú þýðing bæði lipur og góð, og auðsjeð að þýðandinn skilur vel íslenzku, enda er hann enginn viðvaningur, því hann hefur um langa hríð lagt stund á mál vort og áður þýtt ýmislegt úr íslenzku á dönsku. I fyrra birtust þannig eptir hann í »111. Tid.« þýðingar á tveimur íslenzkum sögum; var önnur þeirra »Dálítil ferðasaga« eptir Jón Thóroddsen (marz 1897), en hin »Stúlkan í turninum« eptir Jónas Hall- grímsson (júní 1897). Nú er síra Zerlang að þýða söguna »Eiður« eptir Jónas prófast Jónasson, þá er Eimreiðin flutti lesendum sínum í fyrra (III, 13—40). Hefur sú saga vakið töluverða eptirtekt í útlöndum og var þýdd á þýzku af M. Lehmann-Filhés skömmu eptir að hún kom út. RITSIMINN. I »Bergens Tidende« 18. júlí þ. á. hefur síra Björn porldks- son skrifað alllanga grein um hina fyrirhuguðu ritsímalagning til íslands og skorað á Norðmenn að styðja það mál. Aptan við greinina bætir svo ritstjórn blaðsins við ýmsum skýringum og athugasemdum, og tekur meðal annars greinilega fram, að það verði að álítast nauðsynlegt, að sæsíminn verði lagður í land á Aust- fjörðum, svo að Austur-, Norður- og Vesturland komist í símasamband við út- lönd, og á sömu skoðun sjeu menn á Englandi um það atriði, að því er fiski- veiðaagent Norðmanna á Englandi hafi skýrt blaðinu frá. Skömmu síðar var í Björgvin haldinn fundur um málið (í sambandi við fiskiveiðaþingið, sem sótt var af fulltrúum margra þjóða), og kom þar í ljós mikill áhugi á að styðja málið, og bauðst Ameríkumaður einn, er staddur var í Björgvin um þær mundir, til að.leggja fram £ 1000 (= 18,000 kr.) til ritsímans, að því er oss skilst til land- símans. En hvort hann hefur ætlazt til að fá hlutabrjef fyrir þessari upphæð, eða hún hefur átt að vera gjöf til fyrirtækisins, verður eigi sjeð af þeim blöðum, er vjer höfum fyrir oss. — Annars eru hinar beztu horfur á, að ritsímamálið verði farsællega til lykta leitt, og að Englendingar veiti þann fjárstyrk til sæsímans, sem farið hefur verið fram á, einkum ef von er um, að hann verði lagður í land á Austfjörðum og landsímar þaðan til Norður-, Suður- og Vesturlands, svo meginhlutinn af öllum ströndum landsins komist í símasamband við umheiminn. V. G.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.