Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 8

Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 8
i68 varla er enn byrjaö að greiða sundur hinar einstöku deildir. Sum- staðar hefir eflaust myndast móberg og hraun milli ísalda,1 það væri undarlegt, ef eldfjöll þá hefðu hætt að gjósa, og eins meðan jökull lá yfir öllu eða mestöllu landi,2 og hefir aska sú blandast saman við frammokstur jöklanna. í öðrum löndum hafa menn fundið rök fyrir nokkrum ístímabilum með tiltölulega hlýju lofts- lagi á milli, og svo hefir eflaust líka verið á íslandi, enda hefir enginn efast um það. H. P. gerir þó að mínu áliti of mikið úr þeim járðmyndunum, sem þá urðu til, og landslagsbreytingunum, þó þær eflaust hafi verið allmiklar. Petta alt er enn lítt rannsakað, og full vissa fæst ekki, fyr en öll móbergshéruð og nokkur blá- grýtishéruð hafa verið rannsökuð í þeim tilgangi, að leita að þess- konar jarðlögum. í raun og veru eru athuganirnar í Hreppunum að mínu áliti engan veginn nægileg sönnun fyrir mismunandi ísöldum um land alt. Víða á íslandi ná skriðjöklar enn niður undir sjó og sumir (t. d. Breiðamerkurjökull) hafa á ótrúlega stuttum tíma breiðst yfir stór svæði Hafi Langjökull og Hofsjökull lengi fram eftir verið miklu stærri en nú, og það gera vatnsborðin hjá Hvítárvatni mjög sennilegt og en fleiri rök styðja þá ágizkun, þá geta jökulurðir og ísrákuð hraun í Hreþpum verið tiltölulega mjög ung. En það getur líka verið, að þau séu gömul. Jöklar ganga fram og dragast aftur á löngum tímabilum eftir árferði, og þá er ekkert eðlilegra, en að myndast geti jökulurðir og ísnúin hraun á víxl. Ef skorið væri í sundur ísþakið eldfjall, er enginn efi á því, að þar mundu finnast ísnúin hraun og jökulöldur hvort ofan á öðru, enda hefi ég séð slíkar myndanir norðan í Vatnajökli og við Vonarskarð. Eg gæti vel ímyndað mér, að hnullungalögin við Tindafjallajökul og Eyja- fjallajökul væru svo til orðin, þó það sé ekki víst. Bæði í Öskju og við Vatnajökul sjást á stöku stað (eins og í Andesfjöllum) hraunlög og íslög á víxl, þar sem hraun hafa runnið yfir jökul svo hátt yfir sævarmáli, að meðalhiti ársins er minni en o°. 1 Vér komumst svo að orði, þó það sé eiginlega ekki rétt, þvi aldrei mun jök- ull hafa albráðnað af Islandi síðan hið fyrsta kuldatímabil hófst, 2 Flestir ungir jarðfræðingar hafa sterka tilhneigingu til þess að mynda nýjar »theóríur«, og svo var einnig fyrir sjálfum mér. Aður en ég byrjaði jarðfræðis- rannsóknir á íslandi til muna, hafði ég þá hugmynd, að móbergið væri myndað við eldgos undir jöklum á ísöldinni, af því flest ísþakin eldfjöll gjósa mest ösku. En ég fór niður af þessari skoðun, þegar ég hafði skoðað móbergsfjöll víðsvegar um land, af því svo margt virtist mæla á móti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.