Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 69

Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 69
229 koma þaðan, sem féð er til (o: frá útlöndum), ef við eigum ekki að sitja til eilífðar jafn tómhentir og aðgerðalausir og hingað til. Og það er heldur ekki hundrað í hættunni, þó það komi frá út- löndum. Pað sýnir reynsla annara þjóða, enda keppast þær eftir að fá sem mest af útlendu fé til að vinna með, ef þær þykjast geta torgað meiru, en þær hafa sjálfar handbært. Pað er líka auðsætt, að ef menn vantar fé til að ráðast í fyrirtæki, sem kannske mundi gefa af sér 15—2o°/o, þá borgar það sig vel að fá fé til þess frá útlöndum, þó menn yrðu að borga af því jafnvel 7—8°/o í vexti. Að öfundast yfir því, að útlendingarnir, sem ættu féð, kynnu að græða 7—8"/o á því, ef þeir, sem fengju féð að láni til að vinna með því, græddu líka 8—12°/0 (að frádreginni vaxta- borgun til eigenda fjárins), það ber vott um æði mikinn barna- skap og öfundsýki. Væri betra, að ekkert yrði úr þessum arð- vænlegu fyrirtækjum og enginn græddi neitt? Nú hefir einn af hinum reyndustu og fróðustu mönnum á allan búskap á íslandi sagt, að hann samkvæmt margra ára reynslu og nákvæmu reikn- ingshaldi gæti fullyrt, að vel ræktað tún með nægum og góðum áburði gæti gefið af sér alt að 30°/o í hreinan ágóða (að öllum kostnaði frádregnum). Sé nú þetta rétt, og jafnvel þó iO°/o væru dregnir frá, mundi þá ekki borga sig að fá fé frá útlöndum til þess að leggja í túnarækt? Allir skynsamir menn tnunu svara spurningunni játandi. En moldvörpuatidinn kínverski segir: nei. Hann vill heldur svelta í mosamóunum íslenzku, eins og þeir eru. LÆKNASKIPUN OG HEILBRIGÐISMÁL. Á læknaskipun- inni hefir mikil breyting orðið frá því um síðustu aldamót. Pá vóru á öllu landinu ekki nema 6 læknar (landlæknir og 5 héraðslæknar), og 1850 vóru þeir heldur ekki orðnir nema 7, en eftir það fjölg- aði þeim smámsaman upp í 10. Fyrst eftir að landið hafði fengið stjórnarskrá og löggjafarvald varð veruleg breyting til bóta á lækna- skipuninni. Undireins á fyrsta löggjafarþinginu 1875 vóru samþykt lög um stofnun læknaskóla og öllu landinu skift í 20 læknishéruð. Eftir að búið var að skipa lækna í öll hin nýju héraðslæknis- embætti, var svo frá því 1883 farið að veita styrk til aukalækna á fjárlögunum, og þessum aukalæknum var svo smámsaman fjölg- að, unz þeir vóru orðnir 16. Loks samþykti síðasta alþingi ný lög um læknaskipunina, sem vóru staðfest 1899. Samkvæmt núgildandi lögum er því læknaskipun landsins þannig háttað, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.