Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 18

Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 18
17» einhverju sinni þegar danskt herskip lá hér, þá fengu »kadettarnir« sér hesta (því altaf þurfa þeir að ríða) og reið þá einhver þeirra inn á gildaskálann og inn í herbergin, — en slíkt mundi ekki við gangast í nokkrum siðuðum bæ. MENTALÍFIÐ. Reykjavík er Aþenuborg íslands. Eins og eðlilegt er, þá er þar saman komin aðalmentun landsins, því þótt út um alt landið úi og grúi af skólum og kennurum, þá úir og grúir ekki síður í Reykjavík af þessu; en þar sem alt er annars á strjálingi, þá er það hér hnept saman í einn stað, og í orðsins bókstaflegu merkingu getur maður ekki þverfótað á götunum fyrir »mentun«. Orðið »mentun« er annars orðið allvíðrar merkingar nú á dögum, því að hver stúlka segist vera »að mentast«, ef hún lærir klæðasaum, hvað þá heldur eitthvað annað, sem kallað er »fínt». Pað fólk, sem ekki hefir notið neinnar skólakenslu, er kallað »ómentað«, enda þótt það sé oft og tíðum miklu betur að sér en hitt, sem hefur getað einhvern veginn klöngrast upp á vizkufjallið. Á meðal mentastofnananna erlatínuskólinn náttúrlega efstur á blaði; þar er skólatíminn minst 6 ár, og vegna þessa langa tíma getur eitthvert snið komizt á hina ungu menn, en það finst ekki á hinum, sem ekki njóta kenslunnar nema stuttan tíma; þannig er barnaskólatíminn 2 ár, en þegar börnin eru orðin fullorðin, þá sést ekki að þau hafi gengið í nokkurn skóla eða að þeim hafi verið neitt kent. Pað er annars einkennilegt við latínuskólann, að kenslan er hálft í hverju á dönsku, af því þar eru notaðar danskar skólabækur, nemendunum til tímaspillis og stórskaða, þar sem þeir eiga erfitt með að skilja bækurnar; :— eigi þeir að gera stíl, þá verða þeir að vita hvað orðið er á dönsku, sem þeir eiga að fletta upp, og fer þannig alt í glundroða, en pilturinn dæmdur ver en hann annars hefði átt skilið, og mörgum misskilningi getur þetta valdið, en skólastjórnin hefur aldrei tekið tillit til þessa. Orsökin til þessa er sú, að ef einhver kennari semur kenslubók á íslenzku, þá notar hann hana meðan hann er sjálfur við, en þegar hann fer frá, þá líkar hinum nýja kennara ekki bókin, hún er dæmd ónýt, og með því engin íslenzk bók er álitin hæfileg, þá er farið í dönskuna, þótt nóg sé til af íslenzknm bókum, sem bæði piltar og kennarar mættu þakka fyrir, ef þeir vissu. Petta er látið við gangast ár eftir ár og kennarinn gutlar í þessu eins og honum þóknast, án þess
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.