Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 15

Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 15
175 Frá þessum fyrirburðum snúum vér oss að mannlífinu, að fólkinu, sem raunar mest ber á á sumrin, þegar sá ráfandi kvenna- blómi prýðir göturnar, annaðhvort á útlenzku eða íslenzku; — íslenzki flokkurinn er altaf hér um bil óumbreyttur, húfan og peysan heldur sér gegnum aldirnar og er ekki undirorpin dutlungum einhverra Parísardrósa, — enda má hér sjá margar fallegar stúlkur og allar ganga þær svo, að auðséð er, að þær eru af norsku konungablóði, sem hér segir: »Áskæra yndismey, »Mær situr móðir þín alin á Garðarsey, möndull þar seguls hvín minnast þú mátt: þrúðgum frá Pór. þú ert ei þrælum af, Snjóhreinu enni á þú rekur ættar-staf upphimins stjörnur gljá, austan um Atlanz-haf fótum er Hekla hjá annan á hátt*. helfríð og stór«. . Aftur á móti er meiri tilbreyting í útlenzka búninginum, eða rétt- ara sagt: búningunum, því þar kennir margra grasa, þar sem þeir standa aldrei á steini og vara ekki árinu lengur; nú höfum vér um stund getað glatt okkur við þessar merkilegu fígúrur, því þegar þær komust ekki upp með að þenja sig út að neðan með »krínó- línunni«, þá belgja þær sig nú út að ofan með svo voldugum axlabelgjum, að það er eins og ætlast sé til að hafa sína þriggja pela flöskuna á hvorri öxl, og hefði sveitamönnum einhverntíma þótt þetta ekki svo afleitt ráð. Venjulega úreldist þetta samt fljótt, því að »móðarnir« koma hingað ekki fyr en þeir hafa lifað sitt fegursta utanlands. Pá er og ýmislegt eftirtektavert sem heilsan- irnar snertir; því látum nú vera að hattar og húfur eru altaf á lofti fyrir kvennfólkinu, þá er oftast nær meira tekið ofan fyrir útlenda búninginum en vorum innlendu »peysum«. Einhverju sinni fyrir nokkrum árum fundu einhverjar stúlkur upp á því, að færa vatnskerlingu (það var Guðrún »grallari«, sem svo var kölluð, nú dáin) í »dömu«-föt, með hatt og sjal, og var henni svo hleypt út á götuna, en allir hattar og allar húfur voru strax á lofti hjá heilum skólapiltahópum og fleirum »herrum«, sem mættu kerling- unni, en sá heiður mundi varla hafa hlotnast henni, hefði hún verið í venjulegum fötum eða með vatnsföturnar. Mjög misjafnlega snýst kvennfólkið við, þegar því er heilsað; sumar eru vinalegar, en þær eru færri; einstöku kvennmaður heilsar að fyrra bragði, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.