Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 45

Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 45
205 alþingi íslendinga síðasta rothöggið og afnema það ineð öllu. Pó það hefði langa hríð ekki verið nema skuggi hjá því, sem áður hafði verið, söknuðu margir þess þó sárt. En alt var samt látið kyrt hinn fyrsta þriðjung aldarinnar. Fyrst eftir að júlíbyltingin á Frakk- landi 1830 hafði ýtt við mönnum og Danir tóku að stofha fylkja- þing hjá sér (1831), sem íslendingum var ætlað að senda fulltrúa á, tóku menn að vinna af kappi að endurreisn alþingis, unz það loks var endurreist með tilskipun 873. 1843 sem ráðgjafarþing til að ræða þau lög og málefni, sem eingöngu snertu ísland. Pegar febrúarbyltingin á Frakklandi 1848 hafði komið enn meira umróti á hugi manna, er hafði leitt til þess, að Danir fengu stjórnar- skrá og löggjafarþing (5-/e. 1849), tóku menn undir forustu Jóns Sigurðssonar að vinna að því, að íslendindingar fengju hin sömu réttindi og alþingi löggjafarvald. En með því stjórnin og alþingi gátu ekki orðið ásátt um það, hvernig stjórnarskrá íslands skyldi vera, né hvernig sambandi Islands og Danmerkur skyldi vera varið, var barist um þetta í næstum heilan aldarfjórðung, unz fjárhagurinn var aðskilinn og staða íslands í ríkinu ákveðin með stöðulögunum 2'/i- 1871 án samþykkis íslendinga. Um stjórnar- skrána var barist enn, unz alþingi 1873 lagði málið á vald kon- ungs, sem svo gaf landinu stjórnarskrá um hin sérstaklegu mál- efni íslands 5,/t. 1874 »af frjálsu fullveldi«. Samkvæmt stöðulögunum er Island »óaðskiljanlegur hluti Danaveldis með sérstökum landsréttindumí. 011 íslenzk mál skift- ast í tvo flokka: almenn mál og sérstök mál. Hin almennu mál liggja eingöngu undir löggjafarvald Dana (konung og ríkisþingið) og íslendingar hafa engan atkvæðisrétt í þeim meðan þeir greiða ekkert í ríkissjóð. Eina leiðin til að geta haft nokkur áhrif á úr- slit þeirra er sú, að ráðgjafinn fyrir Island tali máli íslendinga í ríkisráðinu. í hinum sérstöku málum (og í þeim flokki eru flest málin) er samkvæmt stjórnarskránni löggjafarvaldið hjá konungi og alþingi í sameiningu, framkvæmdarvaldið hjá konungi og dómsvaldið hjá dómendunum. I byrjun aldarinnar gat konungur einn gert alt að lögum á íslandi, sem honum þóknaðist, án þess að spyrja nokkurn íslend- ing til ráða. En nú getur ekkert, er varðar ísland sérstaklega, orðið að lögum með varanlegu gildi, nema alþingi samþykki. Konungur getur ekki breytt einum staf í lögum alþingis. Hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.