Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 6

Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 6
i66 rákir, er skerast. Slíkar ísrákir hafa áður fundist víða um land og »interglacial« móbergslög hefi ég auk þess, sem áöur var getið, fundið 1898 a Mosfellsheiði.1 í sjálfu sér hefir það mjög litla þýðingu fyrir vísindin, hver finnur eitthvað fyrst. H. P. á þökk skilið fyrir að hann hefir aukið þessar athuganir og vakið athygli á þýðingu þessa máls; ég efast ekki um, að hann hrindir þekk- ingunni í þessu efni vel áleiðis, ef hann heldur áfram rannsóknum sínum; en ef hann aftur skrifar alþýðlegar ritgjörðir um jarðfræði íslands (sem ég vona hann gjöri) leyfi ég mér að mælast til, að hann skáldi ekki alveg eins mikið inn í eyðurnar, eins og í þessari ritgjörð, skýri málefnið dálítið betur og segi meir frá hinum ein- stöku athugunum, sem hugleiðingarnar byggjast á. H. P. ætlar að Suðurlandsundirlendið muni tvisvar hafa verið undír sjó, og getur vel verið, að það sé rétt; ég fyrir mitt leytí álít það sennilegt, en vér getum enn ekki ákveðið það með fullri vissu, af því nægar sannanir vantar. Höf. segist hafa fundið fjöru- borð 400 fet yfir sjó í Þrándarholtsfjalli, og er það þýðingarmikil athugun, ' ef það er víst, að þar sé sævarborð; meðan athugun þessi er einstök, er ekkert hægt á henni að byggja. Þar geta alveg eins vel verið vatnsfjöruborð (Sæter) frá ísöldinni, eins og hin glöggu fjöruborð, sem ég hefi fundið við Hvítárvatn og í Fnjóskadal. Slík fjöruborð eru víða, þar sem enginn stöðuvötn nú geta verið eftir landslagi; en á ísöldinni og síðar hafa jökla- stífiur staðið fyrir og stór vötn hafa verið uppistöðupollar, þar sem nú er flatlendi eða halllendi, eftir að jökullinn er bráðnaður af. H. P. stingur upp á því, að Suðurlandsundirlendið muni vera myndað á tímabili milli ísalda; ég hefi hugsað mér, að undirlendið væri til orðið seinast á tertíera tímanum, og er aldursmunurinn þá ekki tiltölulega mikill; þetta mál verður fyrst um sinn að liggja á milli hluta, því hvortveggja getgátan er jafn ósönnuð. Svo ég snúi mér að sjálfum Pjórsárdal, sem er fyrsta tilefni ritgjörðar þessarar, þá eru þar enn margar ráðgátur fyrir jarðfræð- inga. Winkler skoðaði dalinn 1858, H. P. hefir komið þar tvisvar eða þrisvar sinnum og ég einu sinni; en það á enn langt í land, að jarðfræði fjallanna þar í kring sé fullrannsökuð; margt af hinu einstaka er þar enn lítt skiljanlegt, eins og víðar í móbergshéruð- unum. Hvernig er hlutfall hnullungabergsins og hinna ísnúnu 1 Geografisk Tidskrift XV, bls. 14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.