Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 58

Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 58
2l8 fyrir heitnilisiðnaðinn. Pær tilraunir hefir og alþingi stutt með því að veita aðgang að lánum til þess með vægum kjörum. og síðasta alþingi steig jafnvel feti framar, þar sem það samþykti frumvarp um undirbúning á stofnun fullkominnar klæðaverksmiðju, hvað sem stjórnin kann við það að gera. Að öllu samtöldu verður ekki annað sagt, en að iðnaður- inn standi á mjög lágu stigi á íslandi, og er það því hörmulegra, sem landið hefir ýms skilyrði til að geta orðið mikið iðnaðarland, þar sem það á svo ódýrt og óþrjótandi vinnuafl í ám og fossum. Landið ætti því að geta unnið ekki að eins alla þá ull, sem þar er framleidd, heldur og flutt inn ýms efni til að umskapa með töfrasprota vatnsafls og rafmagns. En vonandi kippir 20. öldin þessu eitthvað í liðinn og mætti þá vel fara svo, að iðnaðurinn yrði einn af helztu atvinnuvegum íslendínga. Verzlunin hefir tekið allmiklum stakkaskiftum til bóta og smámsaman orðið meira innlend en áður, þó mikils sé enn í vant, að hún sé eins og hún ætti að vera. Af verzlun lifðu 1890 2,\ °/0 af landsbúum, en 10 árum áður (1880) ekki nema 1,7 °/o. Petta sýnir, hvert breytingin stefhir, bæði að verzlunin er að verða meira innlend og komast á fleiri hendur. í byrjun aldarinnar var því nær öll verzlun landsins í höndum fárra útlendinga, og þó hún væri að lög- um (síðan 1786) frjáls öllum dönskum þegnum, mátti svo heita, að hún væri fullkomin einokunarverzlun fram um miðja öldina. Fyrst eftir 1854, þegar verzlunin var gerð frjáls öllum þjóðum, fer að bera á töluverðum bótum, en mestar hafa þó framfarirnar orðið á hinum síðasta fjórðungi aldarinnar (eftir 1874), eftir að samgöng- urnar tóku að batna og eimskipaferðir að aukast. Á hinum síðari helming aldarinnar hefir verzlunarmagn lands- ins hér um bil fimmfaldast. 1849 var það ekki nema 3,341,000 kr., en 1896 var það orðið 15,351,000 kr. Pá námu útfluttar vörur 7,072,000 kr. og vóru af þeim afrakstur afsjávarafla 3,968,000 kr. (56,1 °/o), af landbúnaði 2,526,000 kr. (34,9 °/o) og af hlunnindum 578,000 kr. (8,2 °/o). Innfluttar vörur námu þá 8,279,000 kr., og vóru af þeim matvörur fyrir 1,781,000 kr. (21,6 °/0), munaðar- vörur 2,074,000 kr. (25,0 °/o) og allar aðrar vörur 4,424,000 kr. (53,2 °/0). Sem dæmi upp á einstakar vörutegundir má nefna, að þá var innflutt af kaffi fyrir 611,931 kr., sykur 561,332 kr., vín- föng 483,707 kr. og tóbak 392,003 kr. Pessi aukning verzlunar- magnsins stafar auðvitað nokkuð af fólksfjölguninni, en hún er þó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.