Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 60

Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 60
220 vöruverð og vöruvöndun. En nú eru þau komin í alt annað horf en til var ætlast, þar sem þau eru komin á sama skuldaklafann hjá umboðsmönnum sínum eins og einstakir viðskiftamenn hjá kaupmönnum. Pau virðast því ekki úr þessu eiga mikla framtíð fyrir höndum, enda eru sum þeirra þegar farin að lognast útaf. Petta verður þó að telja illa farið, en varla annars von, eins og verzlun þeirra hefir verið rekin, þar sem það lag er komið á, að þau taka jafnan hinar útlendu vörur að láni fyrirfram og verða svo háð náð einvaldra lánardrotna. En þetta er að nokkru leyti eðli- leg afleiðing af því, að engin öflug bankastofnun er til í landinu, er veitt geti félögunum nægilegt fé að láni til að reka verulega kaupverzlun, meðan þau væru að koma fótum undir sig. Án slíkrar stofnunar er naumast hugsanlegt, að verzlun þeirra verði kipt í lag. Mesti gallinn á íslenzku verzluninni — og um leið eitthvert hið versta átumein þjóðfélagsins — er það, að hún er rekin nær eingöngu sem vöruskifta- og skuldaverzlun. Bóndinn fær kaup- manninum sínar vörur og fær útlendar vörur í staðinn. Sé vara hans meira virði en hann þarfnast af útlendu vörunni, fær hann ekki mismuninn greiddan í peningum, heldur verður að eiga hann inni, unz hann þarf að fá meira af vörum kaupmannsins. Purfi bóndinn aftur að fá meira af útlendu vörunni, en hann getur borgað með vörum sínum (sem reyndar mun tíðast), fær hann líka að láta skuldina bíða þangað til síðar. Petta verzlunarlag er afaróheppi- legt og hin skaðlegu áhrif þess koma fram á margan hátt. Hinn greiði aðgangur til að fá lán hjá kaupmanninum elur upp í mönn- um tilhneiging til að taka meira af útlendu vörunni, en menn eru merin fyrir að borga síðar, og svo vex skuldasúpan ár frá ári. Af þessu leiðir, að bóndinn verður bundinn á klafa hjá lánardrotni sínum, kaupmanninum, og verður ætíð að verzla við hann, hver kjör sem hann kann að bjóða. Pó einhver annar kaupmaður bjóði betri kjör, getur hann ekki notað þau, því hann er ekki lengur frjáls maður, heldur algerlega háður lánardrotni sínum. En þetta svíður bændum, sem eðlilegt er, og afleiðingin verður þá oft sú, að þeir fá ýmugust á kaupmönnum og kæra sig kollótta, þó vörur þær, er þeir greiða með skuld sína, séu ekki sem vandaðastar, sem aftur kemur bæði þeim og öllum landsmönnum í koll, þegar farið er að selja vörurnar á erlendum markaði. En þó er sá gallinn á þessu verzlunarlagi ef til vill enn þá tilfinnanlegri, að það veitir enga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.