Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 17

Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 17
177 efni frá Sjómannaskólanum, allir þrútnir af matematík og hugsandi um »pólíhæðina«; þeir heilsa ekki, þeir vita hverjir þeir eru, kall- arnir! Peir eru tvö ár á skólanum og eru þá útlærðir og fá jafn- há laun og héraðslæknirinn og hærri en aukalæknarnir, sem hafa verið tólf ár að læra. Svo mætum við kannske vatnskarli með járnvagn og járntunnu, sem vatnið gusar og vellur upp úr og út um alla götuna, en ekki heyrist mannsins mál fyrir glamrinu. — Par kemur einn ríðandi og ríður of hart — en Póli er þar eins og elding og tekur í taumana og sektar þann brotlega syndara. Pá eru stúlkur með barnavagna, aðrar með brauðkarfir, eða sumar með fisk — eða reiðhjólin þjóta með stígandi læralyftingum eins og örskot fram hjá steinhissa ferðamönnum; — því skyldi manni ekki detta í hug, það sem Jón bóndi sagði, þegar hann kom á Austurgötu í Kaupmannahöfn: »Á hverju lifir alt þetta fólk?« Eða þá að stundum sést mannþyrping, sem er að hlusta á ein- hvern guðsmann eða syndaprédikara, sem þrumar um sitt eigið fyllirí og hvernig máttugir andar hafi snúið honum frá villu hans vegar og keyrt hann af afli inn í heilagleikann, og svo heimtar hann með hótunum um helvíti og kvalirnar, að allir verði heilagir. — Pá kemur »Hjálpræðisherinn« með fíólín og söng og gengur hátíðlega fullur af guðrækni með frelsuðum sálum, en fjöldi ung- menna og smástelpna fylgir á eftir í eftirvæntingu eilífs lífs og frelsisins. Á sumrin koma og ýmsir útlendingar, og hefur »Ferða- mannafélagið« ætlað að draga þá hingað, til þess að eyða pening- um hér, en það hefur ekki tekist sem bezt, enda er þetta félag í rauninni einskonar betlifélag, eins og öll slík félög í útlöndum (en þaðan er þetta apaspil komið eins og fieira); en margir koma, sem ekkert eiga skylt við slíkt tildur; sumt af þessu fólki fer að sjá Geysi, þótt vér nú ekki getum sýnt hann sem íslenzka eign, því hann er seldur útlendingum eins og annað. Meðan hin frakknesku þilskip lágu hér, þá var oft krökt á götunum af frönskum sjómönnum, og voru þeir ekki betri en okkar menn, heldur miklu verri, en tólfunum kastaði þegar ensku herskipin komu hingað 1896; þá mátti sjá mann á götunum, þegar þeim var hleypt í land hundr- uðum saman, og hefur bærinn aldrei séð annan eins tartaralýð og þessa Englendinga: þeir drukku alt sem af tók, og voru blindfullir að slæpast um allar götur, stálu mörgu og létu illa, enda færa þessháttar menn sig fljótt upp á skaftið, þegar þeir sjá, að engin vörn er fyrir og ekkert lögreglulið; vér munum svo langt, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.