Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 57

Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 57
217 55,466 kr.) og til framfara má það telja, að hann hefir verið frið- aður með lögum. En minni sómi er það landsmönnum, að annað eins rándýr og selurinn skuli líka vera friðaður. — Til mikilla framfara fyrir fiskiveiðarnar má telja íshúsin, sem bygð hafa verið hin síðustu árin og eins ábyrgðarfélög fyrir þilskip, er stofnuð hafa verið. Af hálfu landstjórnar og þings hefir öllu minna verið gert til að styðja fiskiveiðarnar, en fyrir landbúnaðinn, en þó nokkuð. Til þess að útvega hæfa skipstjóra á þilskipin hefir verið stofnaður sjómannaskóli, sem er kostaður eingöngu af landsfé og þar sem menn fá bæði ókeypis kenslu og jafnvel dálítinn námsstyrk. Á fjárlögum hefir 'og hin síðari árin verið veitt heimild til að lána fé til þiiskipakaupa með vægum kjörum og eins til íshúsabygginga. Enn fremur hefir verið veittur styrkur til ábyrgðarsjóða fyrir þil- skip, til laxaklaks og til fiskifræðinga til ýmissa rannsókna á fiski- veiðunum. Af iðnaði lifðu 1850 að eins '1,3 °/o af landsbúum, en 1890 vóru þeir orðnir 2,6 °/o og síðan hefir þeim eflaust fjölgað mikið. fetta sýnir, að fleiri stunda nú iðnað en áður, enda er nú iðnað- urinn orðinn margbreyttari en fyr og framfarir í honum eigi all- litlar, þegar miðað er við kaupstaðina og þá, sem eingöngu lifa af iðnaði. Aftur hefir heimilisiðnaðinum farið mjög aftur. I byrjun aldarinnar unnu menn mestalla ull sína í landinu sjálfu og gengu nær eingöngu í íslenzkum fötum, en nú er mestöll ullin flutt óunnin út úr landinu og útlend fataefni flutt unnvörpum inn í landið. 1806 var t. d. útflutt: 283,076 pör af vetlingum, 181,676 pör af sokkum, 6,282 peysur, 9,328 pund af ullargarni og töluvert af vaðmáli. En 1896 var af þessu útflutt: 15,089 pör af vetlingum, 5,864 pör af sokkum, engin peysa, ekkert ullargarn og ekkert vaðmál. I’egar nú þess er gætt, að ullarframleiðsla landsins var 1896 orðin þrefalt meiri en hún var 1806 og landsmenn orðnir hér um bil 30 þúsundum fleiri, þá sést bezt, hve mikil afturförin er. Og þó er munurinn enn meiri, en þessi samanburður sýnir, því hér við bætist enn, aö mikið af þeirri ull, sem þó er notuð í íslenzk föt, er nú ekki lengur unnin heima, heldur send til Noregs og unnin þar, og fyrir það þangað goldið í vinnulaun svo tugum þúsunda skiftir árlega. Petta er ekki neitt smáræðistap fyrir landið, enda er nú mörgum farið að verða það ljóst, og hafa menn reynt að ráða bót á því með því, að koma á fót tóvinnuvélum til stuðnings
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.