Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 44

Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 44
204 Árið 1890 skiftust landsbúar eftir atvinnu þannig, að 2271 lifðu af framleiðslulausri atvinnu (embættismenn, kennarar o. s. frv.), 45,730 af landbúnaði, 12,401 af sjávarútveg, 1868 af iðnaði, 1737 af verzlun, 2355 af daglaunavinnu, 1411 af óákveðinni atvinnu, 823 af eftirlaunum og eignum sínum, 2323 vóru þurfalingar og 8 fangar. En síðan hafa þessi hlutföll sjálfsagt breytst nokkuð. 1890 vóru 1105 konur á móts við hverja 1000 karlmenn í landinu. IJá vóru um */s allra landsbúa ógiftir, rúmlega */4 giftir og um 68/4°/o ekkjur og ekkjumenn. Pá komu og að meðaltali 7 manns á hvert heimili. Pá vóru í landinu 273 blindir, 67 heyrnar- og málleysingjar, 91 fábjánar og 126 vitfirringar. Margt bendir á, að fólki muni framvegis stöðugt fjölga í land- inu. Fyrst og fremst það, að á hinum síðari árum hafa jafnan miklu fleiri fæðst en dáið á hverju ári (1895 fæddust t. d. 1373 fleiri en dóu). í annan stað má búast við minni manndauða en að undanförnu, af því svo margt hefir verið gert á hinum síðari árum til þess að bæta heilbrigðisástandið í landinu: læknaskipun endurbætt, hýbýli bætt, meira hreinlæti, betra og hollara viður- væri o. s. frv., enda hefir barnadauði farið stórum minkandi. í þriðja lagi má búast við, að færri drukni í sjó og vötnum en hingað til, þar sem svo margar stórár hafa verið gerðar greiðari yfirferðar og fiskiveiðarnar virðast vera að færast í það horf, er gerir þær hættuminni. Sömuleiðis má nefna notkun bárufleyga, sundkenslu o. fl., sem getur stutt að því, að færri farist voveiflega en hingað til. Að þetta muni geta gert nokkurn mun, má ráða af því, að á árunum 1850—77 druknaði nokkuð á þriðja þúsund manns eða fyllilega 3°/o af öllum þeim, sem dóu í landinu á þessu tímabili. Loks má búast við, að fleiri nýjar atvinnugreinir rísi smámsaman upp, svo að freistingin verði minni til að leita af landi burt. Á dálítilli byrjun í þá átt er þegar farið að brydda (tó- vinnuvélar o. fl.), enda hefir fólksflutningur til Ameríku verið til- tölulega lítill hin síðari árin. Pegar bæði alt þetta og margt fleira, sem til mætti tína, er athugað, er fylsta ástæða til að gera sér góðar vonir um mikla fólksfjölgun á hinni komandi öld. STJÓRNARFAR OG EMBÆTTASKIPUN. Um síðusu alda- mót drotnaði algert einveldi á íslandi. 19. öldin byrjaði ekki glæsiiega, því 18. öldin hafði klykt út með því að gefa hinu forna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.