Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 20

Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 20
i8o brúkaðar; þær eru svo þungar, að ekki er ætlandi neinum nem- anda að þýða þær og skilja, og svo er altaf verið að skifta um bækur og óþarfa mikil fjárútlát lögð á nemendur og foreldra. Pá er og urmull af prívatkennurum, sem takast á hendur kenslu í hverju sem er. — I'að er eins og allir séu orðnir ærðir af >-ment- unarfýsn«; engin stúlka getur verið þekt fyrir annað en ganga á »verkstæði«, svo líklega fæst varla lengur nógu mikið klæði handa öllum þessum sæg til að sauma, en vel að merkja: karlmannaföt eru það eina, sem þessar stúlkur læra að gera, um kvennbúning- inn er minna hugsað, og þar eru þær sjálfar í rauninni hafðar út- undan, þrátt fyrir alt glamrið um »jafnrétti kvenna«. Eins og ráða má af þessu, þá er hér ekki skortur á Mímisbrunnum, sem sjóða og vella af þekkingu og sprenglærðum kenningum, og væri gott, ef jafnvel væri séð fyrir réttum og sléttum vatnsbrunnum, svo fólkið ekki þyrfti að drekka sér óheilindi úr gruggvatni, sem er helmingi skaðlegra en kornbrennivín. Pá hefur og einhverja rámað í ópið í þjóðólfi: »Pað þarf að menta alþýðu!«, og svo hefur »Stúdentafélagið« stofnað til »alþýðu-fyrirlestra«, um ýms efni, sem alþýða ýmist þarf ekki að vita, eða þá ekki getur skilið, þótt einhver lesi henni eitthvað fyrir svo sem eina klukkustund á mán- uði. En þessir fyrirlestrar kosta ekki nema io aura, svo ekki er furða, þótt þeir séu vel sóttir, það er þó alténd eitthvað að geta setið inni í fallegu húsi og horft á náungann, virt fyrir sér hvernig hann er klæddur, tekið eftir sjölunum og ýmsu, sem fyrir augun ber. Yfir höfuð er hér ákaflega mikið kent og ritað — í blöð- um að segja, því nú er ekki um neinar bækur að tala, — og þó að flest af þessum vizkugosum fari út í loftið, eins og þegar þeir gjósa Geysir og Strokkur, þá er það víst, að eitthvað verður eftir og loðir í höfðunum á fólkinu, enda veit það miklu meira nú en áður, en þótt það ekki sé né geti orðið að neinu verklegu gagni fyrir alla; en það finst á ýmsum einstökum mönnum. sem síðar mun verða getið um. Einna minstan árangur munu hinar löngu blaðagreinar veita, sem prédika um búskapinn, með öllum þeim lærðu efnafræðislegu skoðunum og reglum, sem búfræðing- arnir bera á borð fyrir fólkið, um »nitragin«, »kolvetni«, »eggja- hvítuefni« og margt fleira — ef annars nokkur les þetta; hversu mikið því er fylgt, það hefur reynslan sýnt; búfræðingunum þykir gaman að rita þetta, en blaðamennirnir verða fegnir að fá það til að fylla blaðið með. Menn hafa ekki séð, að verzlunin hafi batnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.