Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 74

Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 74
 234 Pví verður sem sé naumast neitað, að ýmsir af þeim þurfalingum, sem nú lifa allþægilegu lífi sem sveitarómagar, mundu geta unnið fyrir sér, ef meira væri að þeim lagt, enda hefir sú orðið reyndin á, þegar sveitarómagar hafa verið sendir til Ameríku, að þeir hafa þar vel getað alið önn fyrir sér, þó þeir þættust ekki geta það á íslandi. En þegar menn geta viðstöðulaust fengið eins gott eða jafnvel betra viðurlífi á kostnað annara, en þeir, sem eru að berjast við að bjargast af handafla sínum, þá finst þei.n óþarfi að vera að leggja mikið að sér. En að vera að ala slíka peyja á alþjóðar kostnað, er sannast að segja fullkominn misskilningur á mannúðar- reglunni og harla mikil rangsleitni gagnvart öllum hinum nytsam- ari mönnum í þjóðfélaginu. Bindindismálið eða baráttan gegn ofdrykkju hefir nú hin síðari árin fengið mikið fylgi á íslandi, enda hefir að því verið unnið af töluverðu kappi. Bindindisfélögin eru nú orðin mörg og er Goodtemplarafélagið þeirra stærst og duglegast. I því eru nú um 4000 manns og það hefir komið sér upp mörgum samkomu- húsum. Hið stærsta þeirra er í Rvík, enda er aðalaðsetur félags- ins þar og stórstúka þess. Þar er og annaðhvort ár haldið stór- stúkuþing, er undirstúkurnar geta sent 1 fulltrúa á fyrir hverja 50 félagsmenn. Að hin öfluga barátta bindindisfélaganna hafi borið töluverðan árangur, má meðal annars sjá af því, að þó að inn- flutningur á öllum öðrum vörum hafi aukist stórkostlega hinn síð- ari hluta aldarinnar, þá hefir innflutningur á vínföngum beinlínis minkað, þegar miðað er við hvern íbúa landsins. Árið 1865 var þannig innflutt af brennivíni 8,94 pottar á mann og af öðrum áfeng- um drykkjum (vínum) 1,81 pt; en 1896 var ekki innflutt af brenni- víni á mann nema 5,05 pt, af öðrum áfengum drykkjum (vínum) 0,92 pt. og af öli 2,46 pt. Af þessu má sjá, að þó að ölið sé metið jafngildi brennivíns (sem þó fer mjög fjarri), þá hefir samt verið innflutt 2x/s potti minna af áfengi á mann 1896 heldur en 1865. Og þegar þess er nú enn fremur gætt, að hér er miðað við hvert mannsbarn á landinu, en tala þeirra, sem áfengisins neyta, er svo margfalt minni, þá er þetta engin smávegis framför í rénun ofdrykkjunnar. Alþingi hefir líka stutt bindindishreyfing- una, bæði með því, að veita Goodtemplarafélaginu talsverðan styrk, og með því að gera alla áfengissölu miklum mun örðugri en áður og leggja þungan skatt á hana. Það má því búast við, að fram- farirnar verði enn meiri í þessu efni í nánustu framtíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.