Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 19

Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 19
179 nokkuð sé um hirt. — Annars lítur nú svo út sem latínuskólinn eigi ekki að verða annað en »gagnfræðaskóli« eða jafnvel »bún- aðarskóli«, því að öll »þjóðin« virðist ekki hugsa um neitt annað en matinn, alt sem er hugsjónarlegt, er skoðað sem óþarft eða jafnvel skaðlegt, og það standi öllum »nytsamlegum« fræðum fyrir þrifum. Menn eru farnir að berjast fyrir »nýju málunum«, til þess að nemendurnir geti talað við útlendinga, og svo lifa menn í þeirri »innbyrlingu«, að þá fari allir í óða önn að lesa útlendar bækur, því hversu mikið sem »nytsemdar«-glamrið er, þá er öll þessi skólakensla ekkert annað en bókvísi, reynslulaus skoðun og ekki annað; lífið sjálft og verk lífsins eru lokaður heimur eftir sem áður. Pannig eru fjölda margar fræðigreinar einnig kendar í hinum skólunum, og í hverjum skóla. og enginn veit neitt í neinu að nokkru gagni; en þetta skólakák stendur nú einusinni á dagskránni og verður að standa þar fyrst um sinn. Fyrir flestum er það nafhið tómt; það lætur svo vel í eyrum »að vera í skóla«, en hversu mikið almenn- ingur ber úr býtum af skólalærdóminum, það hefur reynslan sýnt fyrir löngu. Par sem latínuskólinn heimtar — eða hefur heimtað — undir- búningskenslu, þá er þetta náttúrlega ekki heimtað í hinum skól- unum, svo sem eru »kvöldskólinn«, sem er prívat-fyrirtæki; engan undirbúning þarf heldur til »sjómannaskólans«, nem- endurnir komast þangað alveg ókunnir allri »mentun« — ekki svo vel, að þeir þurfi að hafa tekið í ár! En í öðrum löndum fær enginn að taka próf á slíkum skóla, nema hann kunni ýmislegt og hafi vanist sjómensku áður. Pá er »kvennaskólinn«: sama hrúgaldið af ýmsum fræðigreinum, og sama má segja um barna- skólann: þar er alt gert til að hrúga sem mestu upp á nem- endurna, án þess þeir hafi neitt verulegt gagn af öllum þessum ósköpum, því í rauninni er ekki mikil löngun til verulegrar þekk- ingar, enn síður til þess að efla dáð og dug, alt er undir því komið »að sýnast«, en ekki »að vera«. Fólkinu þykir svo mikið í munni þetta: »að mentast«, »að vera í skóla!« Sönnunin fyrir þessu er einmitt sú, að hér eru nú aldrei út gefnar neinar bækur fræðandi efnis; — það, sem af þessu tægi stendur nú í blöðunum, er lesið eins og hvert annað snewspaper trash«, sem Englending- urinn kallar svo, það er lesið, rifið sundur, haft til umbúða, eða gleymt. Skólabækurnar eru það einasta, sem út kemur til fræðslu, fiestar ónýtar, svo sem eru dönsku lestrarbækurnar, sem hér eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.