Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 54

Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 54
214 ATVINNUVEGIR. Að þar sé um talsverða framför að ræða í ýmsum greinum, getur engum dulist. En í sumum greinum er jafnvel afturför, þó hún sé ekki með öllu óeðlileg. Af landbúnaði lifðu 1850 82°/o af landsbúum, en 1890 ekki nema 640/0. Petta virðist í fljótu bragði benda á eigi alllitla hnignun, þar sem i8°/o færri lifðu þá á landbúnaði en 40 árum áður. En hnignunin er þó ekki eins mikil og hún sýnist vera, því sé miðað við fjölgun allra landsbúa á þessu tímabili, kemur það í ljós, að hér um bil jafnmargir menn lifa nú á landbúnaði eins og um 1850 (rúml. 48,000). Fjölgunin hefir að eins lent á öðrum atvinnuvegum, sem reyndar ekki ber vott um miklar fram- farir í landbúnaðinum. Sauðfé hefir fjölgað jafnt og þétt alla öldina. Höfðatala þess var 1896 841,966 (1804: 218,818, 1849: 619,092), en fjölgunin er þó ekki mikil frá því um miðja öldina, þegar miðað er við, hve margar kindur komi á hvert 100 landsbúa (1896: 1128, en 1849: 1048). Hrossaeignin hefir og vaxið frá því í byrjun aldarinnar, en nauðalítið síðan um miðja öldina (1804: 26,524, 1849: 37,557, 1896: 43,235), og sé miðað við hrossaeign á hvert 100 landsbua, hefir hún beinlínis minkað hinn síðari hluta aldarinnar (1849: 63, 1896: 56), sem þó naumast mun geta talist mikill bagi fyrir bú- skapinn, ef öll kurl koma til grafar. Verri er afturförin í naut- griparæktinni. Nautgripafjöldinn er nú litlu meiri en í byrjun ald- arinnar og minni en um miðja öldina (1804: 20,325, 1849: 25,523, 1896: 23,713). En sé miðað við nautgripaeign á hvert 100 lands- búa, hefir hún stöðugt farið minkandi síðan um 1700 og líklega yrði sama ofan á, ef skýrslur væru til frá eldri tímum (1703: 71, 1770: 67, 1849: 43, 1896: 32). Að þessi nautgripafækkun sé augljóst afturfaramerki fyrir landbúnaðinn, mun enginn geta neitað. Hún sýnir, að búskaparstefnan er komin í öfugt horf, þar sem sauðfjárræktin hefir fengið yfirtökin. Af því leiðir, að menn hafa farið að lifa miklu meira á óræktuðu landi en ræktuðu, sem er hið mesta ólánsmerki fyrir hvert land, ekki sízt fyrir ísland, þar sem hafísþokur geta stundum eyðilagt því nær allan grasvöxt á órækt- uðu landi, en að eins gert heyaflann af ræktuðu landi nokkru minni en ella, því vel ræktað tún bregst aldrei algerlega, hvernig sem árar. Af því að lifa mestmegnis á óræktuðu landi leiðir enn fremur meiri strjálbygð og margskonar óhagræði fyrir búskapinn,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.