Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Page 18

Eimreiðin - 01.09.1900, Page 18
17» einhverju sinni þegar danskt herskip lá hér, þá fengu »kadettarnir« sér hesta (því altaf þurfa þeir að ríða) og reið þá einhver þeirra inn á gildaskálann og inn í herbergin, — en slíkt mundi ekki við gangast í nokkrum siðuðum bæ. MENTALÍFIÐ. Reykjavík er Aþenuborg íslands. Eins og eðlilegt er, þá er þar saman komin aðalmentun landsins, því þótt út um alt landið úi og grúi af skólum og kennurum, þá úir og grúir ekki síður í Reykjavík af þessu; en þar sem alt er annars á strjálingi, þá er það hér hnept saman í einn stað, og í orðsins bókstaflegu merkingu getur maður ekki þverfótað á götunum fyrir »mentun«. Orðið »mentun« er annars orðið allvíðrar merkingar nú á dögum, því að hver stúlka segist vera »að mentast«, ef hún lærir klæðasaum, hvað þá heldur eitthvað annað, sem kallað er »fínt». Pað fólk, sem ekki hefir notið neinnar skólakenslu, er kallað »ómentað«, enda þótt það sé oft og tíðum miklu betur að sér en hitt, sem hefur getað einhvern veginn klöngrast upp á vizkufjallið. Á meðal mentastofnananna erlatínuskólinn náttúrlega efstur á blaði; þar er skólatíminn minst 6 ár, og vegna þessa langa tíma getur eitthvert snið komizt á hina ungu menn, en það finst ekki á hinum, sem ekki njóta kenslunnar nema stuttan tíma; þannig er barnaskólatíminn 2 ár, en þegar börnin eru orðin fullorðin, þá sést ekki að þau hafi gengið í nokkurn skóla eða að þeim hafi verið neitt kent. Pað er annars einkennilegt við latínuskólann, að kenslan er hálft í hverju á dönsku, af því þar eru notaðar danskar skólabækur, nemendunum til tímaspillis og stórskaða, þar sem þeir eiga erfitt með að skilja bækurnar; :— eigi þeir að gera stíl, þá verða þeir að vita hvað orðið er á dönsku, sem þeir eiga að fletta upp, og fer þannig alt í glundroða, en pilturinn dæmdur ver en hann annars hefði átt skilið, og mörgum misskilningi getur þetta valdið, en skólastjórnin hefur aldrei tekið tillit til þessa. Orsökin til þessa er sú, að ef einhver kennari semur kenslubók á íslenzku, þá notar hann hana meðan hann er sjálfur við, en þegar hann fer frá, þá líkar hinum nýja kennara ekki bókin, hún er dæmd ónýt, og með því engin íslenzk bók er álitin hæfileg, þá er farið í dönskuna, þótt nóg sé til af íslenzknm bókum, sem bæði piltar og kennarar mættu þakka fyrir, ef þeir vissu. Petta er látið við gangast ár eftir ár og kennarinn gutlar í þessu eins og honum þóknast, án þess

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.